Skógarstrákur gríðarvinsæll

Rétt eins og í Bandaríkjunum, og um allan heim, var Jon Favreau myndin The Jungle Book, sem fjallar um skógarstrákinn Móglí, langvinsælasta mynd helgarinnar hér á landi með rúmar 7,6 milljónir króna í tekjur. Í Bandaríkjunum var myndin fimm sinnum vinsælli en myndin í öðru sæti, Barbershop: The Next Cut, með 104 milljónir Bandaríkjadala í tekjur.

Þetta kemur ekki á óvart enda er myndin bæði heillandi og spennandi og frábærlega vel gerð.

jungllelelle

Í öðru sæti íslenska aðsóknarlistans er önnur ný mynd, The Boss, sem er nýjasta gamanmynd Melissa McCarthy. Þriðja sætið féll svo Zootropolis í skaut, en hún var í fimmta sæti í síðustu viku, fer því upp um tvö sæti, og hefur verið í átta vikur á lista.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffa