Skemmtigarður tileinkaður Star Wars

Talið er að Walt Disney World ætli að opna skemmtigarð í Flórída tileinkaðan Star Wars fyrir árið 2018.

star wars

Cars-skemmtigarður mun einnig vera í undirbúningi.

Fregnir herma einnig að Disney ætli að eyða aukinni fjárhæð í Star Wars-garðinn til að hann verði tilbúinn áður en önnur nýja Star Wars-myndin verður frumsýnd 2017.

Star Wars Episode VII er væntanleg í bíó 2015. Handritshöfundur er Michael Arndt sem skrifaði handritið að Toy Story 3.

Áætlað er að þrjár Star Wars-myndir og tvær svokallaðar „spin-off“-myndir komi út á árunum 2015 til 2019.