Simon Pegg með mikilvæg skilaboð: „Við sigrumst á heimsendanum í sameiningu“

Myndband með bresku leikurunum Simon Pegg og Nick Frost hefur fengið víða dreifingu á veraldarvefnum í miðju ástandi COVID-19, en þar vitna þeir í atriði úr hinni stórfrægu Shaun of the Dead.

Í ljósi veirunnar hafa ótalmargir notendur samfélagsmiðla verið duglegir að deila ákveðnu „meme“ (e. „jarmi“) úr zombie-gamanmyndinni vinsælu. Allir sem þekkja til myndarinnar muna eflaust eftir senunni þar sem titilpersónan leggur fram þá tillögu að fara á Winchester-barinn og bíða eftir að uppvakningafaraldurinn er liðinn hjá.

Myndbandið sem Pegg og Frost gáfu út má sjá sem eins konar almannavarnartilkynningu. „Vertu heima, ef þú getur. Fáðu þér tebolla og bíddu eftir að þetta er allt saman hjá liðið,“ segir Pegg og mælir harðlega gegn því að Frost, sem er á hinum enda símalínunnar, fari út fyrir dyr á þessum fordæmalausu tímum.

„Við sigrumst á heimsendanum í sameiningu.“