Sigurganga Lof mér að falla heldur áfram

Sigurganga íslensku kvikmyndarinnar Lof mér að falla eftir Baldvin Z heldur áfram á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en eftir sýningar helgarinnar nema tekjur myndarinnar samtals rúmum 55 milljónum króna.

Myndin er átakanleg saga um ungan fíkil sem sekkur sífellt dýpra í fen fíknefnanna.

Önnur vinsælasta kvikmynd nýliðinnar helgar í íslenskum bíóhúsum er glæný mynd, The House With a Clock in its Walls, með Jack Black og fleiri góðum leikurum í helstu hlutverkum. Þriðja vinsælasta myndin er einnig ný á lista, Peppermint,  hefndartryllir með Jennifer Garner í aðalhlutverki. Þriðja nýja myndin á listanum er svo Mæja býfluga, sem flögraði beint í áttunda sæti listans. Fjórða og síðasta nýja myndin í bíó er svo Juliet, Naked, sem fór beint í 19. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: