Jú þessu hefur verið haldið fram í einhverjum fjölmiðlum ytra, hvort það sé satt eða ekki veit enginn. Það er sem betur fer frekar ólíklegt nema kannski ef George Lucas fengi að ráða, en þá myndi Batman líklegast berjast við geimverur.
Mikið af allskonar fréttum varðandi „Batman 3“ hefur verið á sveimi án þess að nokkuð hafi verið staðfest.
Af öllum þeim stórfurðulegu fregnum og slúðri sem komið hefur fram um „Batman 3“ hvert þessara óskar þú helst að sé satt ? Þetta spyr Splash Page Mtv lesendur sína. En mér þykir þetta með eindæmum fyndin spurning og gaman væri að vita hverju lesendur kvikmyndir.is hafa að segja.
Semsagt,
Hvert af eftirtöldu óskar þú helst að sé sannur orðrómur um næstu Batman mynd ?
1. Philip Seymour Hoffman sem The Penguin
2. Paul Giamatti sem The Penguin
3. Johnny Depp sem The Riddler
4. Shia LaBeouf sem Robin
5. Eddie Murphy sem The Riddler
6. Cher sem Catwoman
7. Rachel Weiszsem Catwoman
8. Christopher Nolan komi ekki nálægt næstu mynd
9. Christian Bale komi ekki nálægt næstu mynd
10. Angelina Jolie verði Catwoman

