Leikarinn Charlie Sheen er ekki óvanur því að leika í myndum sem gera grín að öðrum myndum, enda lék hann aðalhlutverkið bæði í Hot Shots og Hot Shots: Part Deux. Hann hefur nú gert tveggja mynda samning við Miramax, en það er Miramax sem á Dimension Films. Dimension Films eru þeir sem standa að Scary Movie myndunum, og er einmitt þriðja myndin á leiðinni. Í samningi Sheen felst að hann muni leika í þessari þriðju mynd, en hún mun reyndar ekki aðeins gera grín að hryllingsmyndum, heldur einnig vinsælum myndum undanfarinna ára, eins og The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring og Harry Potter and the Philosopher’s Stone, ásamt því að gera aðra mynd fyrir Miramax seint á þessu ári. Sú mynd hefur ekki enn verið ákveðin. Scary Movie 3 verður leikstýrt af David Zucker.

