Mér finnst Scary Movie aðeins betri en Scream. Samanburðurinn er augljós því þetta er skopstæling á þeirri mynd. Fullt af senum úr öðrum myndum er líka gert grín af og þegar þetta fer allt saman í hakkavél þá verður útkoman stórgóð. Scary Movie hefur vel uppbyggðan söguþráð en sem gamanmynd er hún kannski ekki mjög vel heppnuð því fáir, einhverjir þó en fáir brandarar eru að virka. Á flestan annan hátt er hún mjög skemmtileg og endirinn kemur mikið á óvart en hann er stæling á klassíska meistaraverkinu The Usual Suspects. Scary Movie er ágætlega leikin en ekkert framúrskarandi á því sviði. Án alls vafa vel þess virði að sjá. Jafnvel oftar en einu sinni. Þrjár stjörnur frá mér.