Náðu í appið
50
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scary Movie 2 2001

(Scary Movie II)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. júlí 2001

The Movie That Dares You To Come

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 13% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Megan Voorhees er haldin illum anda og tveir prestar, séra McFeely og séra Harris, reyna að særa illu andana út, en særingin gengur ekki að óskum. Ári síðar þá eru eftirlifendurnir úr fyrstu myndinni, þau Cindy Campbell, Ray Wilkins og Shorty og Brenda Meeks í menntaskóla, og eru að reyna að gleyma atburðunum sem gerðust um síðustu hrekkjavöku. Cindy er orðin... Lesa meira

Megan Voorhees er haldin illum anda og tveir prestar, séra McFeely og séra Harris, reyna að særa illu andana út, en særingin gengur ekki að óskum. Ári síðar þá eru eftirlifendurnir úr fyrstu myndinni, þau Cindy Campbell, Ray Wilkins og Shorty og Brenda Meeks í menntaskóla, og eru að reyna að gleyma atburðunum sem gerðust um síðustu hrekkjavöku. Cindy er orðin ástfangin af Buddy, og Ray á enn í vandræðum með kynferði sitt. Prófessor Oldman og lamaður aðstoðarmaður hans, Dwight, hafa ákveðið að rannsaka Hús helvítis, sem er húsið þar sem særingin átti sér stað, og dulbúa rannsóknina sem svefnrannsókn, en unglingunum er boðið að eyða nótt í húsinu í tengslum við rannsóknina. Fljótlega verður algjör ringulreið þegar Cindy mætir á svæðið og hittir hrollvekjandi húsráðandann með furðulegu höndina. En húsið býr yfir drungalegum leyndarmálum sem hópurinn þarf að ráða í, jafnvel þó þau séu ógnvænleg og miður geðsleg.... minna

Aðalleikarar


Scary Movie 2 tekur aðeins aðra stefnu en fyrri myndin sem einblíndi að mestu leyti á unglingahrollvekjur. Hér eru hrollvekjur á borð við The Haunting, What Lies Beneath og fleiri skopstældar. Scary Movie 2 er gölluð á ýmsa vegu, hún er skammarlega hallærisleg og oft of ógeðsleg til að vera fyndin. Ekkert mjög vel gerð, Keenen Ivory Wayans er eiginlega skárri leikari heldur en leikstjóri. Samt er hún nokkuð skemmtileg, fíflaleg kannski en atburðarrásin vekur stöðugan áhuga og þó að myndin uppfylli ekki allar kröfur þá er ekki ein einasta mínúta í henni sem er leiðinleg. Það bara hefði mátt minnka viðbjóðinn og finna betri leikstjóra og þá hefði þessi mynd fengið hærri einkunn frá mér. En ég segi 6/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er aulahúmor af verstu gerð fullt af kúka og piss bröndurum sem maður hlær alls ekki af nema maður sé barn en Anna Faris á hrós skilið fyrir að leika í þessu en hún á mun betra skilið. Leikararnir eru almennt það besta við þessa mynd. Persónurnar eru reyndar góðar líka og leikararnir ná þeim vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scary movie 2 kom mér verulega á óvart, hversu ömurleg og innihaldslaus hún var miðað við forverann. Ég hreinlega kvaldist yfir þessari mynd, var alltaf að vona nú eftir allavega einu atriði sem hægt væri að hlæja að. Það kom að vísu, eitt atriði sem ég man ekki einu sinni hvernig var. Það var eina fyndna atriðið í myndinni að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ekki eins góð og fyrri myndin en hún er nú ekki léleg.

Ég hef alltaf haft gaman af bull hryllings/draugamyndum og hef séð flestar myndinar sem er verið að gera grín að í þessari mynd, maður hefur ekkert gaman af myndinni ef maður er ekki búinn að sjá myndir eins six sence,haunting,poltergiest(snilldar mynd),hanniba,exorcist og fleiri myndir.

Margir hafa verið að kvarta yfir því að það sé enginn söguþráður í þessari mynd so what það er vanalega enginn sérstakursöguþráður í myndum þar sem er verið að gera grín af öðrum myndum.

En ef maður er búinn að sjá fullt af hryllingsmyndum eru meiri líkur að maður vitit afhverju er verið að gera grín að í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður þarf að vera á ofskynjunarlifjum til að þykja þetta rugl fyndið. Og það illilegan stóran skammt!

Brandararnir voru ekki þess virði að heyra, örugglega lesnir beint upp úr þessum ömurlegu brandarabókum á Íslandi, og söguþráðurinn....já, SÖGURÞRÁÐURINN!!!...þetta er ekki einu sinni SÖGUÞRÁÐUR, þetta er hreynt og beint út sagt mesta rugl sem ég hef augum litið!

Eitt af því mörgu sem ég sá eftir var það að hafa eitt 2 tímum af lífi mínu til að sjá þetta.

STUBBARNIR ERU SKEMMTILEGRI EN ÞETTA RUGL!...það segji ég satt

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn