Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Heppnaðist vel
þetta er fyrsta myndin um galdrastrákinn Harry potter og mér finnst hún hafa heppnast frekar vel, (svolítið barnaleg en alveg fín).
Aðalleikararnir standa sig ágætlega miðað við aldur(og djöfull eru þau mikil krútt ;D), finnst Rupert samt bestur af þeim.
Handritið er svona lala svoldið ýkt en alveg fínt.
Tónlistin hjá John Williams er líka mjög góð og nær að búa til svona ævintýralegan fíling.
Tæknibrellurnar eru fínar miðað við hvað myndin er gömul en þær þóttu örugglega mjög góðar á sínum tíma.
Myndin hefur rosalega gott flæði og manni leiðist aldrei þrátt fyrir að vera rúmlega tveggja tíma mynd.
7/10
p.s. forðist að horfa á hana á íslensku!
þetta er fyrsta myndin um galdrastrákinn Harry potter og mér finnst hún hafa heppnast frekar vel, (svolítið barnaleg en alveg fín).
Aðalleikararnir standa sig ágætlega miðað við aldur(og djöfull eru þau mikil krútt ;D), finnst Rupert samt bestur af þeim.
Handritið er svona lala svoldið ýkt en alveg fínt.
Tónlistin hjá John Williams er líka mjög góð og nær að búa til svona ævintýralegan fíling.
Tæknibrellurnar eru fínar miðað við hvað myndin er gömul en þær þóttu örugglega mjög góðar á sínum tíma.
Myndin hefur rosalega gott flæði og manni leiðist aldrei þrátt fyrir að vera rúmlega tveggja tíma mynd.
7/10
p.s. forðist að horfa á hana á íslensku!
Hefur lækkað í áliti, en samt góð
Eftir að hafa séð 7. myndina ákvað að ég að taka bækurnar og myndirnar aftur í gegn og dæma myndirnar algjörlega eftir hvernig þær eru sem kvikmyndir en ekki hvernig þær eru samanborið við bækurnar.
Þegar ég sá þessa mynd á 11. árinu mínu elskaði ég hana og taldi hana í mörg ár vera sú besta með Chamber Of Secrets. En eftir að hafa horft á hana aftur eftir dágóðan tíma hefur hún dregist smávegis niður í áliti hjá mér, þrátt fyrir að hafa marga kosti. Ég tók bara eftir fleiri göllum í þetta sinn.
Það eru nokkrir hlutir sem ég algjörlega elska við þessa mynd. Útlit myndarinnar (sem að mínu mati er jafn gott og Lord of the Rings-myndirnar) og tónlistin setja ótrúlega (afsakið pönnið) töfrandi andrúmsloft og sjarma við myndina. Á meðan tónlistin er alltaf jafngóð (enda samin af John Williams) þá er smávegis tækni í myndinni sem hefur elst, samt ekkert rosalega mikið. Leikstjórinn Chris Columbus virkilega nær að búa til heim sem maður nær að sökkva sér inn í strax og maður kynnist honum. Söguþráðurinn er alveg jafn dularfullur og í bókinni og mér líkar við að það koma nokkrum sinnum skot sem sýna hver er í alvörunni á bak við hann, þó eingöngu þeir sem hafa lesið bókina ættu að taka eftir því. Leikaravalið er mjög flott. Jafnvel þótt margir gera lítið fyrir hlutverkið nema að vera sjáanleg og leika það þá eru nokkrir sem gera sitt við hlutverkið, þá allavega Alan Rickman, Robbie Coltrane, Richard Harris og Ian Hurt.
Aðalleikararnir þrír eru misgóðir. Rupert Grint stóð sig mjög vel, sérstaklega miðað við að hann í kringum 12 ára þegar myndin var gerð, og hefur alltaf staðið sig best af þeim þremur. Daniel Radcliffe er í lagi, en það eru mörg atriði sem hefðu getað verið betur leikin og mér fannst hann opna augun og munnin aðeins of oft. Emma Watson bætti leikinn sinn eftir því sem leið á myndina og það böggaði mig HRÆÐILEGA hvernig munnurinn hennar var næstum allan tímann. Það er eins og hún er að reyna að vera rosalega skýrmælt, en þetta kemur ekki vel út.
Myndin er kannski ekkert rosalega alvarleg en bæði bækurnar og myndirnar þróast með áhorfandanum og verða alvarlegri (og nær alltaf myrkari) með hverri mynd og það koma fyrir ágætlega óhugnandi atriðið (þarf ég að minnast á meira en "andlitið" í klæmaxinu) þannig að það er skiljanlegt að myndin sé miklu meiri fjölskyldumynd frekar en hvernig þær enda. Flæðið er líka sérkennilega gott og er nær ekkert langdregin.
Handritið og hversu lík myndin er bókinni er bæði kostur og galli. Það er auðvitað frábært að sjá hversu trú myndin er bókinni en á sama tíma veit maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast (en allar myndirnar einkennast af þessu fyrir mig nær allan tímann, enda stór aðdáðandi. Ég lít samt ekki á þetta sem alvarlegan galla). Síðan er líka leiðinlegt að sjá að myndirnar byrjuðu mjög trú bókunum en fóru að endanum að taka mörg atriði svo að myndin væri í hæfilegri lengd, en þetta hefur pirrað marga (þar að auki mig, á tímabili). Síðan var líka leiðinlegt að það var sleppt á minnast á hver gaf Harry huliðskikkjuna.
Maður kemst vel inn í heiminn, karakterarnir eru skemmtilegir, hún er metnaðarfull, ágætlega spennumikil og mjög sjarmerandi.
8/10
Eftir að hafa séð 7. myndina ákvað að ég að taka bækurnar og myndirnar aftur í gegn og dæma myndirnar algjörlega eftir hvernig þær eru sem kvikmyndir en ekki hvernig þær eru samanborið við bækurnar.
Þegar ég sá þessa mynd á 11. árinu mínu elskaði ég hana og taldi hana í mörg ár vera sú besta með Chamber Of Secrets. En eftir að hafa horft á hana aftur eftir dágóðan tíma hefur hún dregist smávegis niður í áliti hjá mér, þrátt fyrir að hafa marga kosti. Ég tók bara eftir fleiri göllum í þetta sinn.
Það eru nokkrir hlutir sem ég algjörlega elska við þessa mynd. Útlit myndarinnar (sem að mínu mati er jafn gott og Lord of the Rings-myndirnar) og tónlistin setja ótrúlega (afsakið pönnið) töfrandi andrúmsloft og sjarma við myndina. Á meðan tónlistin er alltaf jafngóð (enda samin af John Williams) þá er smávegis tækni í myndinni sem hefur elst, samt ekkert rosalega mikið. Leikstjórinn Chris Columbus virkilega nær að búa til heim sem maður nær að sökkva sér inn í strax og maður kynnist honum. Söguþráðurinn er alveg jafn dularfullur og í bókinni og mér líkar við að það koma nokkrum sinnum skot sem sýna hver er í alvörunni á bak við hann, þó eingöngu þeir sem hafa lesið bókina ættu að taka eftir því. Leikaravalið er mjög flott. Jafnvel þótt margir gera lítið fyrir hlutverkið nema að vera sjáanleg og leika það þá eru nokkrir sem gera sitt við hlutverkið, þá allavega Alan Rickman, Robbie Coltrane, Richard Harris og Ian Hurt.
Aðalleikararnir þrír eru misgóðir. Rupert Grint stóð sig mjög vel, sérstaklega miðað við að hann í kringum 12 ára þegar myndin var gerð, og hefur alltaf staðið sig best af þeim þremur. Daniel Radcliffe er í lagi, en það eru mörg atriði sem hefðu getað verið betur leikin og mér fannst hann opna augun og munnin aðeins of oft. Emma Watson bætti leikinn sinn eftir því sem leið á myndina og það böggaði mig HRÆÐILEGA hvernig munnurinn hennar var næstum allan tímann. Það er eins og hún er að reyna að vera rosalega skýrmælt, en þetta kemur ekki vel út.
Myndin er kannski ekkert rosalega alvarleg en bæði bækurnar og myndirnar þróast með áhorfandanum og verða alvarlegri (og nær alltaf myrkari) með hverri mynd og það koma fyrir ágætlega óhugnandi atriðið (þarf ég að minnast á meira en "andlitið" í klæmaxinu) þannig að það er skiljanlegt að myndin sé miklu meiri fjölskyldumynd frekar en hvernig þær enda. Flæðið er líka sérkennilega gott og er nær ekkert langdregin.
Handritið og hversu lík myndin er bókinni er bæði kostur og galli. Það er auðvitað frábært að sjá hversu trú myndin er bókinni en á sama tíma veit maður nákvæmlega hvað á eftir að gerast (en allar myndirnar einkennast af þessu fyrir mig nær allan tímann, enda stór aðdáðandi. Ég lít samt ekki á þetta sem alvarlegan galla). Síðan er líka leiðinlegt að sjá að myndirnar byrjuðu mjög trú bókunum en fóru að endanum að taka mörg atriði svo að myndin væri í hæfilegri lengd, en þetta hefur pirrað marga (þar að auki mig, á tímabili). Síðan var líka leiðinlegt að það var sleppt á minnast á hver gaf Harry huliðskikkjuna.
Maður kemst vel inn í heiminn, karakterarnir eru skemmtilegir, hún er metnaðarfull, ágætlega spennumikil og mjög sjarmerandi.
8/10
Með lakari hp myndum, en samt skemmtileg
Í myndinni er ekkert svakalegt ævintýri út myndina, enda þarf að kynna persónur og aðstæður og sögu Harry í fyrsta sinn. Hogwarts og allt það, töfrar. Myndin er mjög löng en aldrei of leiðinleg. Myndin er af og til barnaleg en ekki of. Humór og hlýja er í myndinni og Ron kemur sérstaklega með humórinn og Hermione bætir væmni í myndina.
Leikararnir standa sig bara ágætlega í frumraun sinni og fullorðnu leikararnir, alan rickman, harris, maggie smith og fleiri standa sig mjög vel. Myndin er samt með lakari í seríunni.
6-7/10
Í myndinni er ekkert svakalegt ævintýri út myndina, enda þarf að kynna persónur og aðstæður og sögu Harry í fyrsta sinn. Hogwarts og allt það, töfrar. Myndin er mjög löng en aldrei of leiðinleg. Myndin er af og til barnaleg en ekki of. Humór og hlýja er í myndinni og Ron kemur sérstaklega með humórinn og Hermione bætir væmni í myndina.
Leikararnir standa sig bara ágætlega í frumraun sinni og fullorðnu leikararnir, alan rickman, harris, maggie smith og fleiri standa sig mjög vel. Myndin er samt með lakari í seríunni.
6-7/10
Fyrsta Harry Potter myndin er að mínu mati sú lakasta í seríunni. Það kemur út af því að hún er svo djöfull barnaleg og einnig nautheimsk. Ég hef aldrei lesið neina Harry Potter bók en ef ég mundi gera það þá mundi Philosopher's Stone alls ekki ganga fyrir. Leikararnir í þessari voru mjög ungir þegar þessi mynd var gerð og öll eru þau eitthvað svo pirrandi. Fullorðnu leikararnir....tja ekkert spes, Alan Rickman þó ágætur. Fátt í þessari mynd sem heillaði mig neitt. Framhaldsmyndirnar reyndust síðan vera skárri að mínu mati. 3/10 í einkunn.
Mynd þessi kom út árið 2001, ég sem lítill 10 ára pjakkur sem hefur alltaf átt í miklum vandamálum með lesskilning hef því ekki lesið eina einustu bók um þennan galdrastrák því ég á erfitt með að „tengja mig“ við söguþráðinn í bókum. En ég fór á þessa mynd full bjartsýnis, og viti menn, maður kolféll fyrir þessum myndum og reynir sitt besta að lesa bækurnar nú til dags.
Mynd þessi segir frá 11 ára gömlum strák sem býr hjá illgjörnu frændfólki sínu eftir að foreldrar hans létu lífið í baráttu við „Þann-sem-ekki-má-nefna-á-nafn“ eða Voldemort. Harry var frægur galdrastrákur sem vissi ekki neitt um sjálfan sig, hann var þekktur sem „Strákurinn-sem-lifði“, en hann er sá eini sem hefur lifað af þegar Voldemort ákvað að drepa einhvern.
Harry er haldið hjá illu frændfólki sínu sem heita Dudley. Þau vissu allt um hvað hann var og sögðu honum aldrei frá neinu, Hagrid, starfsmaður Hogwartsskóla galdra og seyða, brýst inn til að bjóða Harry í Hogwarts og verður gjörsamlega trylltur þegar hann heyrir að hann viti ekkert um það hvað hann er. Harry fer sem 1. Árs nemi í galdraskólan Hogwarts og hittir þar 2 vini sína sem eiga eftir að fylgja honum öll 7 árin sem Hogwarts varir, Ronald (Ron) Weasley og Hermione Granger. Viskusteinninn er geymdur á leynilegum stað í skólanum og halda þau að Snape (Kennari skólans sem allir „hata“) sé að reyna að stela steininum og reyna þau að stöðva hann með því að fara framhjá þríhöfða hundinum sem gætir hlerans sem geymir þennan dularfulla stein.
Ég mæli með þessari mynd auk allra framhaldsmyndanna sem gerðar hafa verið hingað til.
Einkunn = 7
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Kostaði
$125.000.000
Tekjur
$976.475.550
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
30. nóvember 2001
VHS:
13. maí 2002