Sexið selur

Það virðist sem Sex and the City 2 ætli að gera góða hluti í miðasölunni í Bandaríkjunum í sumar, en miðar á myndina seljast nú eins og heitar lummur í forsölu og muna menn ekki annað eins í langan tíma.

Samkvæmt talsmanni Fangango miðasölufyrirtækisins, Harry Medved, þá voru miðar í forsölu á Sex and The City 2 , 20% af heildarsölu fyrirtækisins á meðan miðar á Kick Ass voru 17% af miðasölunni. „Við sáum mjög mikla miðasölu á fyrri myndina þar sem margir kvenkynsks bíógestir keyptu miða í verulegu magni, og bjuggu til stórt partíkvöld í kringum myndina.“

Markaðsstjóri Regal kvikmyndahúsanna sagði í samtali við Hollywood Reporter að konur keyptu miða á Sex And The City, leigðu sér limósínur og pöntuðu borð á veitingahúsum, til að gera úr þessu ristastórt „stelpukvöld“.

Fyrri myndin þénaði 415 milljónir Bandaríkjadala um heim allan. Sex and The City 2 kemur í bíó í Bandaríkjunum þann 27. maí nk.