Scream 4 á leiðinni

The Weinstein Company hafa tilkynnt að Scream 4 sé í bígerð, en við höfum greinilega ekki fengið nóg eftir að hafa séð Scream, Scream 2 og Scream 3. Engar upplýsingar um söguþráð hafa verið gefnar, en við getum örugglega gefið okkur það að rauði þráðurinn verður sá að brjálaður morðingi með grímuna víðþekktu á andlitinu á sér mun myrða fólk úti um allar trissur. Hvað viljum við meira ?

Í rauninni vitum við ekkert meira en það sem kemur fram í fyrirsögn fréttarinnar því útgáfudagsetning er (skiljanlega) óákveðin.