Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Scream 2 1997

Frumsýnd: 21. maí 1998

Someone has taken their love of sequels one step too far. / Gorier, Sexier, Funnier

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Framhald hrollvekjunnar Scream. Myndin gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Sidney Prescott og Randy ganga nú í Windsor miðskólann. Þau reyna að halda áfram að lifa lífi sínu ... þar til nýtt Ghostface drápsæði byrjar. Með hjálp Dewey og Gale, þá þarf Sidney að komast að því hver morðinginn er. Eftir því sem líkin hrannast upp, þá... Lesa meira

Framhald hrollvekjunnar Scream. Myndin gerist tveimur árum eftir atburði fyrri myndarinnar. Sidney Prescott og Randy ganga nú í Windsor miðskólann. Þau reyna að halda áfram að lifa lífi sínu ... þar til nýtt Ghostface drápsæði byrjar. Með hjálp Dewey og Gale, þá þarf Sidney að komast að því hver morðinginn er. Eftir því sem líkin hrannast upp, þá fækkar grunuðum jafnt og þétt. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Jæja...þá heimsækjum við Sidney Prescott(Neve Campbell) og félaga aftur en í þetta sinn er sögusviðið stór heimavistarskóli þar sem morðingi gengur berserksgang og nánast allir liggja undir grun. Scream 2 er að mínu mati lakari en fyrri myndin. Það er að vísu ekki hægt að setja út á Neve Campbell þar sem hún er límið sem heldur öllu klabbinu saman en fyrir utan hana eru einu leikararnir sem ég hafði gaman af Sarah Michelle Gellar og David Warner en því miður fá þau skammarlega lítinn skjátíma. Endirinn er allt annað en fyrirsjáanlegur en samt er hann ekki eins fullnægjandi eins og í fyrri myndinni allavega miðað við það hvað virðist vera að byggjast upp seinni partinn. Ekki hrollvekja frekar en fyrri myndin og ekki einu sinni gamanmynd eins og hún. Ég verð þó að viðurkenna að ég hafði örlítið gaman af þessari mynd og öfugt við fyrri myndina er hún ekki grunn(þó svo að Scream fái hálfri stjörnu meira í einkunn frá mér) og í heild er þetta þokkaleg morðingjamynd sem er þess virði að horfa á. Ég held því samt fram að án Neve Campbell væri þessi mynd Scream 2 sennilega verri . Þessi leikkona virðist bara alltaf redda öllu. Við erum hér að tala um algjört miðjumoð og því segi ég tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Helvíti gott framhald af hinni heimsfrægu Scream.

Gerist einu til tveimur árum eftir Woodsboro morðin og Gale(Cox)er búin að skrifabók um morðin sem varð vinsaæl og kvikkmynd gerð eftir henni.

Svart par(Jada Pinkett og Omar Epps)fara á hana en eru orðin leið á því að aðeins hvítt fólk sé í hryllingsmyndum en ekki í scream 2 og þau eru bæði myrt í bíóinu.

En það vill svo til að þau voru nemendur í sama háskóla og Sidney(Campbell)sem er kominn með nýjan kærasta(Jerry O´Connell)og er komin með nýja vini sem greinilega eru ekki með nein geðvandamál ólíkt félagsskap hennar í fyrstu myndinni.

En ekki var endist þetta lengi og nemandi að nafni Cici(Sarah Michelle Gellar)er myrt og háskólasvæðið verður allt morandi í fjölmiðlum.

Og Dewey(Arquette)kemur til þangað til að hjálpa Sidney og Randy(Kenndy)kennir honum reglur framhaldsmynda og sama tíma kemur Cotton Weary(Liev Schreiber)sem kærður var fyrir morðið á móður Sidney á háskóla svæðið og Gale og Duwey neiðast til þess að vinna saman og komast af því að fórnarlöbin áttu eitthvað sameiginlegt við fórnarlömb Woodsboro morðanna.

Myndin er ótrúlega spennadi og flott eins og fyrri myndin en hefur samt ekki sama andrúmsloft og er ekki eins cool og í staðinn fyrir Drew Barrymore fáum við Sarah Michelle Gellar það hljómar sangjarnt.

En persónurnar eru ekki eins skemmtilegar og frumlegar eins og í Scream 1 en þessi er alveg þessu virði að leiga og ef þú átt Scream 1 þá mættu alveg kaupa þessa því þú vilt örugglega sjá hana oft.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scream 2 er ekki besta Scream myndin af þessum þrem myndum verð ég að segja. Kvenin Williamson hefur ekki tekið tíma í að skrifa hana. Samt sem áður eru Jamie Kennedy, Courteney Cox, david Arquette og Neve Cambell í framhaldsmyndinni. En samt þarf þessi mynd að vera í þrenninguni svo ef þú ætlar að leiga alla þrenninguna þá leiguru auðvitað Scream 2. Scream 2 er ekki neitt tengd við Scream 1 og Scream 3 sem tengjast málinu og koma efni morðingjans meira við í þeim en þessari. Svo líka held ég að ég var ekki sá eini sem varð með dálítin bömmer þegar Randy var slátraður. Ég á myndina svo ég er komin með frekar leið á henni en sjáið hana ef þið eru hrifin af verk Kevin Williamson og Wes Craven þurfið þið af sjá Scream 2 þó að einhver gagnrýni segir að hún suckar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er sagt að framhaldsmyndirnar séu alltaf verri. Það er reyndar alveg satt. Scream 2 er mun lélegri en fyrri myndin. En er samt allt í lagi. Hún fær 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er heldur lakari en fyrsta myndin og setningin sem er sögð í þeirri mynd rétt þar sem framhaldsmyndir séu lélegari en fyrirrennarinn, hún gerist nokkrum árum eftir fyrri myndina þegar þau eru öll sem lifðu af komin í framhaldsskóla þar sem sama martröðin fer að endurtaka sig! Ekki eins góð og maður bjóst við!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn