Gagnrýni eftir:
Regína
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er sungið og dansað bókstaflega í þessari mynd! Hana Regínu langar svo að fara í sumarbúðirnar Regnbogaland og hún og vinur hennar eru að reyna að láta foreldra sína verða ástfangna og það bætir ekki úr skák að gimsteinaþjófur gengur laus í bænum! Þetta er stórskemmtileg mynd og allir koma úr bíóinu með bros á vör! Myndin er líka mjög fyndin t.d. Stefán Karl sem leikur eina lögguna! Ég mæli með að ÞÚ ættir að kíkja á þessa frábæru íslensku mynd!
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er ótrúlegt að sjá hvernig Peter Jackson er búin að setja The Lord of the rings á hvíta tjaldið sem telja mátti ómögulegt! Þegar ég fór að sjá myndina trúði ég ekki mínum eigin augum! Um helstu persónur myndarinnar: Elijah Wood leikur Fróða Þriðason sem er sjálfur hringberinn og fær hringinn frá frænda sínum Bilbó! Sean Astin er einn besti vinur Fróða að nafni Sómi Gamban hann fer með honum og lendir í Föruneitinu! Billy Boyd leikur Förung að öðru nafni Pípinn lendir eiginlega óvart í þessa ferð! Kárdúkur eða Kátur er leikinn af Dominic Monaghan sem er í sömu stöðu og hann Pípinn!
Hann Gandalfur Grái er leikinn af Ian McKellen sem er vitkinn sem er góðvinur Fróða og Bilbó! Viggo Mortensen er Aragorn Araþornsson þekktur líka undir nafninu Stígur og Ellessar (Álfasteinn) hann er rekkur og ættingji Íshildurs og er mjög mögnuð persóna í bæði bókum og mynd ( það finnst mér allavega )!
Legolas er leikinn af Orlando Bloom sem er álfur í Föruneitinu!
John Rhys Davies er Gimli Glóinsson sem er dvergur sem er skipaður í föruneitinu! Sean Bean er Boromír maðurinn frá Gondor sem er einnig í Föruneitinu! Cristopher Lee er Sarúman förseti Vitkaráðsins! Og Ian Holm leikur frænda Fróða Bilbó Bagga sem náði hringnum frá Grolli! Hubo Weving er Álfakonungurinn í Rofadal hann Elrond! Liv Tyler er Arwen dóttir Elronds! Cate Blanchett er hin magnaða Álfadrottning Lotlóríen og Marton Csoakas er Celeborn Álfakonungur Lotlóríen!
Þessi mynd er alveg ótrúleg skemtilegur húmorinn hjá Káti og Pípni og Moría var mjög óhugnalegt! Þegar á myndina er horft er ekki um að villast hvort þetta sé maður, hobbiti, dvergur eða álfur! Ég saknaði samt sumra atriða sem mér finnst mjög skemmtileg eins og þegar Legolas ætlaði að sækja sólina á fjallinu en sagði að hún vildi ekki koma með sér! En mest sakna ég Tuma hvað sem hann nú var ( hann bjó nálægt kumlhólum )! En einnig fanst mér vanta vináttu Gimla og Legolasar og vona að vináttan komi fram næst! En sama hvort maður var búin að lesa bókina eða ekki var maður mjög spenntur á köflum! Og Hringavomarnir voru mjög óhugnalegir og skrækir þeirra nístu inn í merg og bein!
En þangað til næsta mynd kemur verð ég eftir að glápa á þessa mörgum sinnum á spólu!
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er algjört æði. Þegar maður ar að horfa á þessa mynd veit maður valla hvort þetta sé kvikmynd eða teiknimynd. Þetta er án efa besta teiknimyns sem ég hef séð. Persónurnar eru mjög sérstakar hver fyrir sig. Eitt af bestu atriðunum mínum er bardagalistir prinsessunar. Ef þú hefur ekki séð Shrek skaltu drífaðig að sjá þessa leiknu teiknimynd.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef verið aðdáandi Harry Potter síðan ég las fyrstu bókina. Myndin er mjög vel gerð og það er eins og maður detti ofaní myndina. Það er mjög gaman að sjá hvernig það hefur rosalega vel tekist til að færa þetta á hvíta tjaldið. Þessi mynd er fyndin, spenandi og skemmtileg. Ég væli sérstaklega með þassari mynd og því gef ég henni fjórar stjörnur.