Schwarzenegger frestar endurkomunni

Undanfarin vika hefur ekki verið sérlega skemmtileg fyrir Arnold Schwarzenegger, en nýverið kom í ljós að hann hafði margsinnis haldið framhjá eiginkonu sinni og eignaðist meðal annars barn með einni ástkonu sinni.

Leikarinn og fyrrum ríkisstjórinn hefur því ákveðið að fresta endurkomi sinni í heim kvikmyndanna um óákveðinn tíma. Það þýðir að eitthvað lengra er í að við fáum að sjá hann á hvíta tjaldinu í fimmtu Terminator myndinni, sem og hinni væntanlegu Cry Macho.