Á nýliðinni Comic Con myndasögu/kvikmyndahátið voru ný Watchmen plaköt birt sem virkilega slógu í gegn. Þau halda hollustu við upprunalegu myndasöguna, og í rauninni furða menn sig á því hversu mikið þau líkjast upprunalegu DC Comics plakötunum frá árinu 1986.
Við birtum frétt fyrir stuttu sem sýndi samanburð á trailernum og myndasögunum sjálfum og nú er komið að plakötunum. Upp er komin síða sem ber saman nýju plakötin og þau gömlu, og óhætt er að segja að munurinn er sáralítill.
Watchmen er ein af stærstu myndum ársins 2009, en hún er gerð eftir samnefndri myndasögu sem er af mörgum talin sú besta og virtasta sem hefur nokkurntímann komið út. Watchmen verður frumsýnd á Íslandi 6.mars 2009.
Smellið hér til að sjá samanburð á Watchmen plakötunum

