Saga um samkynhneigð vinnur San Sebastián

Mynd Mariana Rondon, Bad Hair, vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián sem lauk í gær á Spáni.

Myndin er uppvaxtarsaga um dreng sem er að uppgötva eigin samkynhneigð.

badhair_02

Wounded, mynd Fernando Franco, fékk sérstök dómnefndarverðlaun.

Fernando Eimbcke fékk leikstjórnarverðlaun fyrir mynd um samband móður og sonar, Club Sandwich.

Marian Alvarez fékk verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Wounded, þar sem hún leikur 30 ára gamlan ökumann sjúkrabíls sem þjáist af persónuleikatruflun sem veldur alkóhólisma og sjálfseyðingarhvöt.

 

Jim Broadbent var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í mynd Roger Michell Le Week-end, en sú mynd fékk mest lof spænskra gagnrýnenda.

Eins og sagt var frá í gær hlaut mynd Benedikts Erlingssonar Of Horses and Men, eða Hross í oss, „Kutxa-New Directors verðlaunin í New Directors flokknum á hátíðinni.

Hér fyrir neðan er heildarlisti yfir vinningshafa á 61. San Sebastián kvikmyndahátíðinni:

AÐALKEPPNI:

GOLDEN SHELL

“Bad Hair,” (Mariana Rondon, Venezuela, Peru, Germany)

SÉRSTÖK DÓMNEFNDARVERÐLAUN:
“Wounded,” (Fernando Franco, Spain)

SILVER SHELL, LEIKSTJÓRN
Fernando Eimbcke (“Club Sandwich,” Mexico)

SILVER SHELL, BESTA LEIKKONAN
Marian Alvarez (“Wounded,” Spain)

SILVER SHELL, BESTI LEIKARINN
Jim Broadbent (“Le Week-End,” U.K.)

KVIKMYNDATAKA
Pau Esteve Birba (“Cannibal,” Spain, Romania, Russia, France)

HANDRIT
Antonin Baudry, Christophe Blain, Bertrand Tavernier (“Quai d’Orsay,” France)

ÖNNUR HELSTU VERÐLAUN:

KUTXA NEW DIRECTORS’ VERÐLAUNIN
Of Horses and Men,” (Benedikt Erlingsson, Iceland, Germany)

HORIZONTES VERÐLAUNIN
“A Wolf at the Door,” (Fernando Coimbra, Brazil)

WUAKI.TV AUDIENCE VERÐLAUNIN
“Like Father, Like Son,” (Hirokazu Kore-eda, Japan)

WUAKI.TV AUDIENCE VERÐLAUNIN, EVRÓPSK MYND
“About Time,” (Richard Curtis, U.K.)

DESIGUAL YOUTH VERÐLAUNIN
“Wolf,” (Jim Taihuttu, Netherlands)

FILMS IN PROGRESS INDUSTRY VERÐLAUNIN
“La Salada,” (Juan Martin Hsu, Argentina)

ÖNNUR VERÐLAUN:
FIPRESCI INTL. FEDERATION OF FILM CRITICS VERÐLAUNIN
“Quai d’Orsay,” (Bertrand Tavernier, France)

TVE OTHER LOOK VERÐLAUNIN
“Young and Beautiful,” (Francois Ozon, France)

SIGNIS VERÐLAUNIN
“Jonathan Teplitzky,” (U.K., Australia)

SÉRSTÖK VIÐURKENNING
“Bad Hair,” “October November,” Gotz Spielmann (Austria)

SOLIDARITY VERÐLAUN
“My Soul Healed By You,” (Francois Dupeyron, France)

IRIZAR VERÐLAUN
“Asier and I,” Aitor Merino, Amaia Merino (Spain, Ecuador)

SEBASTIENE 2012 VERÐLAUN
Dallas Buyers Club,” Jean-Marc Vallee (U.S.)

SÉRSTÖK VIÐURKENNING
“Bad Hair”