Eiðurinn keppir um Gullnu skelina

Nýjasta kvikmynd Baltasar Kormáks, Eiðurinn, hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og því um mikinn heiður að ræða. Hátíðin fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni frá 16. – 24. september. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands segir að Eiðurinn mun keppa […]

Þrestir valin besta myndin á San Sebastián

Þrestir, nýjasta kvikmynd leikstjórans, handritshöfundarins og framleiðandans Rúnars Rúnarssonar, var valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni, sem fram fór í borginni Donostia-San Sebastián á Spáni. Rúnar veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í kvöld. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands segir að um gífurlegan heiður sé að ræða, enda sé San Sebastián ein af fáum […]

Saga um samkynhneigð vinnur San Sebastián

Mynd Mariana Rondon, Bad Hair, vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián sem lauk í gær á Spáni. Myndin er uppvaxtarsaga um dreng sem er að uppgötva eigin samkynhneigð. Wounded, mynd Fernando Franco, fékk sérstök dómnefndarverðlaun. Fernando Eimbcke fékk leikstjórnarverðlaun fyrir mynd um samband móður og sonar, Club Sandwich. Marian Alvarez fékk verðlaun sem besta leikkonan […]

Hross í oss fær 8 milljóna verðlaun á San Sebastián

Íslenska kvikmyndin Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar hlaut hin eftirsóknarverðu Kutxa-New Directors verðlaun í New Directors flokknum á San Sebastián kvikmyndahátíðinni sem fór fram í Donostia-San Sebastián á Spáni og lauk við hátíðlega athöfn nú í kvöld. Þetta eru einu verðlaunin sem eru veitt í þessum flokki hátíðarinnar og hljóða þau upp á […]