Ryder og Reeves úrillir brúðkaupsgestir

Leikararnir Keanu Reeves og Winona Ryder hafa leikið saman í kvikmynd þrisvar sinnum á ferlinum, í Bram Stoker´s Dracula, The Private Lives of Pippa Lee og í A Scanner Darkly. Núna ætla þau að leiða saman hesta sína enn á ný í rómantísku gamanmyndinni Destination Wedding.

Handritið skrifar Victor Levin, sem jafnframt er leikstjóri, en tökum er nú lokið samkvæmt Empire kvikmyndaritinu.

Myndin fjallar um tvo lánlausa og úrilla veislugesti sem kynnast í íburðarmiklu brúðkaupi
Þar sem þau eru dauðþreytt á öllu og öllum, þá laðast þau hvort að öðru, þrátt fyrir þetta almenna fúllyndi sitt.
Engin dagsetning hefur verið ákveðin hvað frumsýningu varðar.

Næsta kvikmynd sem við sjáum Reeves í er glæpatryllirinn Siberia, og næstu verkefni eru Rally Car og The Starling. Ryder snýr aftur í aðra þáttaröð Netflix þáttanna Stranger Things, sem birtst á skjánum 27. október nk.