Rostungamynd Kevin Smith hyllt á TIFF

tuskNýjasta kvikmynd leikstjórans Kevin Smith, Tusk, var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í gær. Myndinni var það vel tekið að hún uppskar standandi lófatak í lok sýningar. Að sögn áhorfenda er myndin hin fullkomna hryllingsmynd með grínívafi sem kemur manni oft í opna skjöldu.

Fyrir þá sem ekki vita hvað myndin snýst þá fjallar hún um útvarpsmann sem ferðast til Kanada til þess að taka viðtal við sæfara sem þykist hafa margar sögur að segja. Áætlanir sæfarans reynast ekki vera réttar því hann vill ljúka ævi sinni með því að breyta manni í rostung.

Smith segir að hugmyndin hafi komið í spjalli á útvarpsstöðinni sinni, SModcast, þar sem hann og félagi hans, Scott Mosier, lásu grein um mann sem þáði frítt húsnæði með þeim fyrirmælum að klæðast sem rostungur.

Með helstu hlutverk í myndinni fara m.a. Justin Long, Haley Joel Osment, Michael Parks, Johnny Depp og Genesis Rodriguez.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.