Seth Rogen segist vera að kanna möguleikann á því að gera framhald Bad Neighbours.
„Það hafa verið viðræður í gangi. Að sjá til þess að mynd verði gerð er miklu erfiðara en að búa til sjálfa myndina,“ sagði Rogen á ráðstefnunni Produced By.
Rogen sagði að hann og samstarfsfélagar hans ætli að halda áfram að búa til ódýrar gamanmyndir, bannaðar börnum í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt Point Grey. Fyrri myndir þess eru 50/50 og This Is the End.
Hann bætti við að hann hefði þurft að minnka framleiðslukostnað Bad Neighbours um helming til að koma í veg fyrir of mikil afskipti forstjóra kvikmyndaversins sem tók þátt í gerð hennar.
„Við gerðum að minnsta kosti ekki mynd sem við þoldum ekki eftir að hafa unnið við hana í eitt og hálft ár.“