Rock á Óskarnum

Flestir sem fylgjast með fréttunum hljóta að vera með þessar upplýsingar hreinu, en fyrir þá sem ekki vissu þá er búið að staðfesta kynnir Óskarsins 2005, og verður það enginn annar en hinn ávallt skrautlegi Chris Rock. Þetta þykir talsverð áherslubreyting frá mönnum eins og Billy Crystal eða Steve Martin, þar sem Rock er vanur að vera töluvert ákafari og markvissari með sinn húmor, en engu að síður ætti þetta að verða spennandi að sjá. Og burtséð frá nokkrum slöppum ræmum á borð við Bad Company eða Down to Earth þá getur maðurinn verið óborganlega fyndinn (ykkur er bent á að kynna ykkur uppistandið “Bigger and Blacker“ með honum. Hrein snilld.). Spurning hvort hann nái að standa sig eins vel og Martin eða Crystal. Það er þó allavega lágmark að hann standi sig betur en David Letterman árið 1995.