Robin Wright leikur sjálfa sig

robinwrightNý stikla úr vísindaskáldskapnum The Congress var opinberuð fyrir stuttu, en í myndinni leikur Robin Wright sjálfa sig.

The Congress fjallar um útbrunna leikkonu, sem ákveður að láta slag standa og taka við einu lokaverkefni, þó að afleiðingar ákvarðanna hennar muni hafa ófyrirséð áhrif um alla framtíð.

Með önnur hlutverk í myndinni fara: Harvey Keitel, Sarah Shahi, Michael Stahl-David, Sami Gayle, Jon Hamm, Kodi Smit-McPhee, Danny Huston, Michael Landes og Paul Giamatti.

Myndin hefur verið á flakki á kvikmyndahátíðum og í almennum sýningum í Evrópu, var hún m.a. sýnd á Íslandi í Bíó Paradís fyrir stuttu, en myndin fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum þann 24. júlí næstkomandi.

Hér að neðan má sjá nýja stiklu úr myndinni.