Rithöfundur lögsækir framleiðendur In Time

Það er aðeins rétt yfir einn mánuður í sci-fi myndina In Time en samkvæmt nýjustu fregnum úr Hollywood hótar frægur rithöfundur að drepa myndina áður en hún fær að sjá dagsins ljós.

Maðurinn heitir Harlan Ellison og skrifaði eina af frægustu sci-fi smásögum allra tíma, „Repent, Harlequin!“ Said the Ticktockman en hann lögsótti framleiðendur myndarinnar, New Regency, í gær fyrir brot á höfundarétti. Hann vill meina að sum líkindi á milli myndarinnar og sögunnar séu aðeins meira en tilviljanir; t.d. gerast báðar sögurnar í ‘dystopian’ framtíð rekin af fyrirtækjum og þar sem íbúar fá sérstakann tíma til að lifa á; einnig heitir lögvaldið í báðum sögum ‘Timekeepers’.

Árið 2010 samdi Ellison um að kvikmynd byggð á sögunni hans færi í framleiðslu og segir hann að In Time muni leggja það verkefni í hættu. Sækist hann eftir því að myndin fái ekki að koma út og að öllum eintökum af henni verði eytt.

Að vísu eru svona mál ekki þekkt fyrir ósigur framleiðandanna en í ljósi þess að bæði höfundurinn og sagan eru heimsþekkt gæti útkoman verið önnur hér. Persónulega myndi ég vilja sjá In Time ná í bíóhúsin, en hver er ykkar afstaða til málsins?

– Robert K.

Stikk: