Íslendingar þurfa oft að bíða lengi eftir því að sjá þær myndir sem
tilnefndar eru sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaununum. En duglegir gestir
kvikmyndahátíðar gætu vel orðið undantekning frá því en þegar hafa sex myndir á
hátíðinni verið tilkynntar sem framlag sinnar þjóðar til verðlaunanna, að því er kemur fram í tilkynningu frá RIFF.
Á vefsíðunni
filmexperience.net má sjá nákvæman lista yfir myndirnar, en byrjað er nú
þegar að spá fyrir um verðlaunin.
Myndirnar sex eru eftirtaldar:
Leonera – Argentína
Hefnd – Austurríki
Zift – Búlgaría
Snjór– Bosnía
O’Horten– Noregur
Blindraástir – Slóvakía

