Vadim Perelman er sem stendur í viðræðum um að setjast í leikstjórastól væntanlegrar endurgerðar myndarinnar Poltergeist frá árinu 1982. Poltergeist var um tíma ein besta hryllingsmyndin/spennutryllirinn á markaðnum og hefur vafalaust hrætt líftóruna úr eldri kynslóðinni, sem og þeim sem hafa krækt í hana á betri videoleigum (persónulega fannst mér hún eldast frekar illa).
Vadim Perelman hefur meðal annars leikstýrt myndinni House of Sand and Fog og kann sitthvað fyrir sér í sálfræðilegri hlið kvikmynda. Ekkert hefur verið ákveðið hvað varðar endurbættan söguþráð, leikaraval eða útgáfudagsetningu.

