Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

House of Sand and Fog 2003

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 2004

Some dreams can't be shared.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
Rotten tomatoes einkunn 83% Audience
The Movies database einkunn 71
/100

Íranski innflytjandinn Massoud Amir Behrani hefur eytt nær öllum sparnaði sínum til að auka möguleika dóttur hans á að finna sér góðan eiginmann. Þegar hún er gift, þá eyðir hann því sem eftir er af peningunum í hús sem hann kaupir á uppboði, en lendir óafvitandi í miðri lagarimmu við fyrrum eiganda hússins. Það sem hófst sem lagadeila breytist í... Lesa meira

Íranski innflytjandinn Massoud Amir Behrani hefur eytt nær öllum sparnaði sínum til að auka möguleika dóttur hans á að finna sér góðan eiginmann. Þegar hún er gift, þá eyðir hann því sem eftir er af peningunum í hús sem hann kaupir á uppboði, en lendir óafvitandi í miðri lagarimmu við fyrrum eiganda hússins. Það sem hófst sem lagadeila breytist í persónulegt mál, með sorglegum endi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd á bara hrós skylið og því skil ég ekki hvað fólk er að tuða að hún sé og löng, hæg og ekki vinna lögð í hana... hver einasta kvikmynd í dag sem er meistaraverk er löng, hún er hæg og það er alltaf lögð mikil vinna í þær. Eins með þessa mynd. Þessi mynd fer án vafa í hóp þeirra allra bestu og skömm að hún hafi ekki sópað til sín óskarsverðlauna þar sem allt við þessa mynd var einstakt. Allt í henni var aðeins betra en í Mystic river og töluvert betra en í Lord of the rings. þeir sem vilja sjá fullkomna mynd þá er þessi mynd málið ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef að þú ert að leita að mynd til að lækna skammdegisþunglyndið þá er þessi mynd ekki alveg málið en ef að þú ert að leita af góðri dramatískri og alvarlega mynd þá er þessi mynd SVO málið. Connelly leikur óvirkan alkóhólista sem að leitir í því að húsið hennar er tekið vegna ógreidda skatta. Kingsley leikur íranskan ofursta sem að vill fá sinn hlut í ameríska draumnum. Hún er samt ekki tilbúin að missa húsið sitt svona auðveldlega. Þessi mynd er vel skrifuð,rosalega vel gerð og þá sérstaklega vel leikin af öllum leikurunum. Þessi klikkar ekki. Á allar mínar þrjár og hálfa stjörnur skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þung mynd, mjög þung. Hún er dramatísk og sorgleg. Málið er að hún er langdregin og er of lítil vinna lögð í hana finnst mér. Ben Kingsley leikur ótrúlega vel. Skiljanlegt þar sem hann er tilnefndur óskar fyrir leikinn og er líka tónlistin tilnefnd. Enginn leikur illa. Myndin er góð en eitthvað angraði mig við hana. Sagan var ekki nógu vel sögð. Myndin nær hápunkti sínum í lokin en þangað til er hún bara leiðinleg eiginlega. Mér leiddist af og til af langdregnum senum, en samt er þetta fín mynd. leikurinn er besti hluti myndarinnar. Ég get ekkert sagt mikið um hana meir. Jennifer Connelly kemur í sitt venjulega hlutverk. Andlitið í sömu stöðu, hreyfist aldrei og grætur. Í þetta skipti ekki yfir eiginmann með geðklofa eða kærasta sem er grænn risi heldur yfir ömurlegri ævi og líka eiginmann sem yfirgaf hana. Jæja, The House of Sand and Fog er fín mynd, þung mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jájá eg brá mer nú áðan á sérstaka forsýningu á House of sand and fog og verð að segja að hún er mjög góð.

Áður en eg fór á þessa mynd vissi eg nú voða fátt um hana en eg vissi að hún hafði fengið góða dóma víðsvegar út í heim.

Eg vil nú taka sérstaklega fram að þetta er mikið drama og að myndinn er mjög hæggeng og lengi að koma sér á stað, einig vil eg taka fram að hún er mjög þúng, og sorgleg.

Hún er einstaklega vel leikinn sérstaklega af henni fögru jennifer Connelly (sem við sáum fyrir stuttu í Hulk) og Ben Kingsley (Ghandi og Sexy Beast).

Það kom mer nú mjög á óvart hvað hann ben kingsley lék alveg einstaklega vel, greinilega í topformi upp á síðkasti einig hefur hún Jennifer aldrei brugðist mer með leikinn sinn en þetta er bara besta myndinn hennar síðan Requiem for a dream.

helstu gallar myndarinnar eru að hún er of löng sérstaklega lokinn er mjög teigður og skilur eftir sér mjög skrítið eftirbragð.

en eg mæli nú samt með þessari mynd því að allir þeir sem fýla dramamyndir um fólk eiga eftir að elska þessa.

Síðan er svo lítið um svoleis myndir í bíó.

Þannig að þetta er góð mynd og maður á ekki eftir að sjá eftir því að hafa séð hana eins og margar aðrar myndir nú til dags.Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2015

Titanic tónskáld látið

Kvikmyndatónskáldið James Horner, sem vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við stórmyndina Titanic eftir James Cameron, er látinn, 61 árs að aldri. Horner gerði jafnframt tónlist við stórmyndirnar Avatar, Bravehe...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn