Pólskir kvikmyndadagar í BíóParadís

Það er nóg um að vera fyrir menningarvita Reykjavíkur á bíósviðinu, Þýskir kvikmyndadagar standa enn fram á sunnudag, og þeim til viðbótar hefjast nú Pólskir kvikmyndadagar, í dag, föstudaginn 23. mars, og munu standa til þess 27. mars.

Á þessum fjórum dögum verða sýndar fimm pólskar bíómyndir, nánari upplýsingar um hverja þeirra er að finna á síðu BíóParadísar. Opnunarmyndin kallast Little Rose, og fjallar um þekktan rithöfund sem giftist ungri stúlku sem er ekki öll þar sem hún er séð, og gerist á 7. áratugnum.. Sérstaklega hvetjandi fyrir aðsókn ætti að vera sú staðreynd að ókeypis er inn á allar sýningar hátíðarinnar.

Stikk: