Opið hús á Sveitabrudkaup.is

Tók eitthver eftir dularfullu auglýsingunum í Sambíóunum sem voru svartar með einni setningu. Svo stóð bara fyrir neðan 28.08.’08. Nú er komið í ljós að þetta voru auglýsingar fyrir nýja íslenska kvikmynd sem heitir Sveitabrúðkaup. En í gær var einmitt opnuð ný heimasíða fyrir kvikmyndina á www.sveitabrudkaup.is en þar má til dæmis lesa söguþráð, skoða myndir í mjög flottu albúmi og svo lesa mjög greinagóða lýsingu á öllum persónum myndarinnar.

Myndin skartir landsþekktann hóp leikara og til að styðja þá fullyrðingu fylgir hér auglýsingaplaköt myndarinnar með skýringu um hver leikarinn er og hvað persónan heitir. (Smellið á myndina til að stækka hana)

Leikari Hlutverk
Herdís Þorvaldsdóttir Silja
Nína Dögg Filippusdóttir Lára
Þröstur Leó Gunnarsson Svanur
Björn Hlynur Haraldsson Barði
Kristbjörg Kjeld Brynhildur
Theodór Júlíusson Lúðvík
Ágústa Eva Erlendsdóttir Auður

Nanna Kristín Magnúsdóttir

Inga

Hanna María Karlsdóttir

Imba
Sigurður Sigurjónsson

Tommi

Rúnar Freyr Gíslason

Atli

Ólafur Darri Ólafsson

Egill Elvis

Árni Pétur Guðjónsson Stefán
Víkingur Kristjánsson

Hafsteinn

Erlendur Eiríksson

Síði

Ingvar E. Sigurðsson

Brynjólfur
Gísli Örn Garðarsson Grjóni