Oldboy endurgerð enn í pípunum

Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg og leikarinn Will Smith halda ótrauðir áfram með þær fyrirætlarnir sínar að endurgera hina mjög svo ofbeldisfullu kóresku mynd „Oldboy“ þrátt fyrir flókna höfundarréttardeilu á bakvið tjöldin.
Deilurnar snúast annarsvegar um rétt höfunda hinnar upprunalegu japönsku teiknimyndasögu sem myndin er byggð á og hinsvegar er deilt við framleiðendur upprunalegu kvikmyndarinnar sem gerð var árið 2003 af leikstjóranum Chan-wook Park.

Futabasha, útgefandi Manga teiknimyndasögunnar eftir Nobuaki Minegishi og Garon
Tsuchiya, hefur höfðað mál gegn Show East í Seoul í Kóreu þar sem þeim er gefið að sök að hafa aldrei haft rétt til að semja um endurgerð myndarinnar.

Málin gerast svo enn flóknari þar sem Show East er hætt störfum og það er eins og jörðin hafi gleypt framkvæmdastjórann, Kim Dong-Ju. Big Egg, meðframleiðandi Old Boy, hefur einnig hætt í bransanum og fyrrum starfsmenn þess fyrirtækis eru hvergi finnanlegir.

„Við höfum ekki getað fengið staðfestingu á því að Show East sé gjaldþrota, og sem sakir standa erum við ekki viss um hvaða áhrif þetta hefur á málið,“ segir talsmaður Futabasha í Tókíó, en málið var tekið fyrir í Tókíó í síðustu viku.

Það var upprunalega Suður Kóreska fyrirtækið Cineclick Asia, sem var sá um sölu á Old Boy á alþjóðamarkaði fyrir hönd South East, sem samdi um endurgerðina við Universal kvikmyndaverið. 

Universal fékk Vertigo Entertainment til að framleiða endurgerðina, og Mandate keypti réttinn síðan af Universal.

DreamWorks, í einu af fyrstu verkefnum sínum eftir aðskilnaðinn frá Paramount, tryggði sér endurgerðarréttinn frá Mandate, sem þó heldur áfram að tengjast verkefninu.

DreamWorks hefur ekki tjáð sig um deiluna á milli Futubasha og Show East, að því er fram kemur í frétt frá Reuters.