Ófrísk kona sér sýnir

Ný mynd er á leiðinni frá Kevin Greutert, leikstjóra síðustu tveggja Saw mynda, og klippara fyrstu fimm Saw myndanna, Visions.

visions

Myndin er sögð vera í ætt við myndir eins og The Others og What Lies Beneath og segir frá ófrískri konu sem flytur til víngerðarlands til að hitta eiginmann sinn á vínekru þeirra hjóna. Flutningurinn veldur því að konan fer að sjá hrollvekjandi sýnir.

Handrit Visions var skrifað af Lucas Sessman, en hann skrifaði handrit að draugamyndinni Below árið 2002 ásamt Darren Aronofsky og David Twohy.

Tökur myndarinnar eiga að hefjast í haust.

Stikk: