Nýtt plakat og hópfjármögnun fyrir Rimla

Hópfjármögnunarsíðan Karolina Fund er vinsæl meðal listamanna sem vantar hjálp við að hrinda hugmyndum í framkvæmd, og á síðunni má finna margskonar áhugaverð verkefni sem hægt er að styrkja. Kvikmyndagerðarmenn eru þar ekki undanskildir, og nú nýverið hófst til dæmis söfnun fyrir stuttmyndinni Rimlar, en á dögunum sýndum við nýja stiklu úr myndinni hér á kvikmyndir.is.

Fyrir þá sem vilja leggja verkefninu lið er um að gera að smella hér til að komast inn á vefsíðu Karolinafund.

Einnig er komið út nýtt plakat fyrir myndina sem má sjá hér fyrir neðan:

rimlar

Handrit og leikstjórn Rimla er í höndum Natans Jónssonar og aðalleikarar eru Þórunn Guðlaugsdóttir og Aðalsteinn Oddsson.

Myndin fjallar um ungt par, þau Daníel og Árný, sem eru við það að eignast sitt fyrsta barn. Því miður fer ekki allt eins og skildi og þau snúa aftur heim án barnsins. Þau bregðast við missinum á mismunandi vegu. Það fer að halla undan fæti í sambandinu og eiga þau erfitt með að tjá sig við hvort annað. Að lokum þurfa þau að horfast í augu við sannleikann og taka ákvörðun um það hvort sambandið nái að standa þetta af sér.