Við frumsýnum hér plakat fyrir íslensku kvikmyndina Órói í leikstjórn Baldvin Z. Myndin er væntanleg í sumar og trailer kemur inn á næstu dögum.
Órói er mynd um unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu. Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur „Strákarnir með
strípurnar“ og „Rótleysi, rokk og rómantík“ sem hafa notið mikilla
vinsælda hér á landi.


