Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Bragðgóður shake!Spoiler Alarm.
Var að glápa á Óróa og fannst hún bara hreint ágæt. Með betri Íslensku myndum sem hafa komið út lengi. Sagan sem slík var mjög góð og ég tengdi mjög vel við þennan heim og kannaðist við hann frá því ég var unglingur. Fannst mörg augnablik sterk í henni og þau náðu mér á kafla ég saugst inn í myndina, ekki oft sem það gerist í íslenskum kvikmyndum. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel og voru mjög trúverðugir og sannir sínum karakter og kvikmyndataka alveg mjög góð.Verður spennandi hvað herra Z gerir eftir þessa frumraun sína, en greinilega með betri leikstjórum og alveg með efnið á tæru.
Þessi hefði átt að vinna fleiri verðlaun að mínu mati, það var margt svo fullkomið í henni. Smá hrollur sem maður fékk eftir hana, en partýsenur og sambönd foreldra og barna öll skemmtileg, verst að það átti enginn skemmtilega foreldra og svo var kannski fullhart að hún dræpi sig en ég skildi það þannig, ef ég fæ ekki að gera það sem ég vil þá drep ég mig. En uppistaðan fín skemmtun og áhugavert áhorf, held ég hafi ekki fundið svona tilfinningu gagnvart bíómynd síðan ég sá Börn eftir herra R, fyrir langalöngu.
Fimm spínatbaunir af sex.
Var að glápa á Óróa og fannst hún bara hreint ágæt. Með betri Íslensku myndum sem hafa komið út lengi. Sagan sem slík var mjög góð og ég tengdi mjög vel við þennan heim og kannaðist við hann frá því ég var unglingur. Fannst mörg augnablik sterk í henni og þau náðu mér á kafla ég saugst inn í myndina, ekki oft sem það gerist í íslenskum kvikmyndum. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel og voru mjög trúverðugir og sannir sínum karakter og kvikmyndataka alveg mjög góð.Verður spennandi hvað herra Z gerir eftir þessa frumraun sína, en greinilega með betri leikstjórum og alveg með efnið á tæru.
Þessi hefði átt að vinna fleiri verðlaun að mínu mati, það var margt svo fullkomið í henni. Smá hrollur sem maður fékk eftir hana, en partýsenur og sambönd foreldra og barna öll skemmtileg, verst að það átti enginn skemmtilega foreldra og svo var kannski fullhart að hún dræpi sig en ég skildi það þannig, ef ég fæ ekki að gera það sem ég vil þá drep ég mig. En uppistaðan fín skemmtun og áhugavert áhorf, held ég hafi ekki fundið svona tilfinningu gagnvart bíómynd síðan ég sá Börn eftir herra R, fyrir langalöngu.
Fimm spínatbaunir af sex.
Ein af bestu íslensku myndum allra tíma
Ég fíla oftast ekki íslenskar myndir. Punktur. En þessi mynd fékk mjög góða umfjöllun, bæði hérna á kvikmyndir.is og annars staðar og þar sem ég þurfti að kíkja Í Bíó Paradís einhverntímann skellti ég mér á hana.
Myndin fjallar um hóp unglinga, Atli Óskar er í aðalhlutverki, og hversdags vandamál þeirra. Meira skal ósagt. Það sem gerir myndina svo áhrifaríka og góða er það að hún er raunsæ. Frammistöður leikarana eru raunverulegar og alveg trúverðugar. Það er auðveldlega hægt að setja sig í spor einhverjar persónu í myndinni og það verður myndin um leið mun áhugaverðari og jafnvel skemmtilegri.
Atli stendur sig prýðilega, gefur persónunni meiri dýpt en aðrir krakkar í myndum sem gera ekkert annað en að öskra hátt og halda að það sé góður leikur. Stelpan sem var kannski pínu emo á köflum (man ekki alveg nafnið akkúrat núna) og þau munu án vafa fá fleiri hlutverk í framtíðinni, eða ég vona það allavega. Svo verður að minnast á Geir (persónan) sem var með stutt en drullufyndið hlutverk.
Tónlistin er vel samin og lögin sem eru undir myndinni vel valin. Klippingin er mjög fín og sömuleiðis takan sem gefur myndinni svolítið raunsæisstíl. Handritið er vel unnið, raunsætt og hefur nokkrar mjög góðar línur. 8/10
Ég fíla oftast ekki íslenskar myndir. Punktur. En þessi mynd fékk mjög góða umfjöllun, bæði hérna á kvikmyndir.is og annars staðar og þar sem ég þurfti að kíkja Í Bíó Paradís einhverntímann skellti ég mér á hana.
Myndin fjallar um hóp unglinga, Atli Óskar er í aðalhlutverki, og hversdags vandamál þeirra. Meira skal ósagt. Það sem gerir myndina svo áhrifaríka og góða er það að hún er raunsæ. Frammistöður leikarana eru raunverulegar og alveg trúverðugar. Það er auðveldlega hægt að setja sig í spor einhverjar persónu í myndinni og það verður myndin um leið mun áhugaverðari og jafnvel skemmtilegri.
Atli stendur sig prýðilega, gefur persónunni meiri dýpt en aðrir krakkar í myndum sem gera ekkert annað en að öskra hátt og halda að það sé góður leikur. Stelpan sem var kannski pínu emo á köflum (man ekki alveg nafnið akkúrat núna) og þau munu án vafa fá fleiri hlutverk í framtíðinni, eða ég vona það allavega. Svo verður að minnast á Geir (persónan) sem var með stutt en drullufyndið hlutverk.
Tónlistin er vel samin og lögin sem eru undir myndinni vel valin. Klippingin er mjög fín og sömuleiðis takan sem gefur myndinni svolítið raunsæisstíl. Handritið er vel unnið, raunsætt og hefur nokkrar mjög góðar línur. 8/10
Bragðgóð vandamálasúpa
Órói lýsir sér með tiltlinum. Kvikmyndin er ilmandi súpa bragðbætt með vandamálum unglinga. Þau helstu eru foreldrar, kynlíf og sambönd. Leikstjórinn Baldin Z leikur sér að gefa gömlu klisjunum nýtt líf og hann gerir það vel. Helsta vopnið hans er raunsæið í handriti Ingibjargar Reynisdóttur. Hún skrifaði líka bækurnar sem myndin er byggð á. Hæfni ungu leikaranna skemmir svo ekki fyrir en flestir koma skemmtilega á óvart. Að þessu sinni er útkoman með betri íslensku kvikmyndum í langan tíma.
Það er erfitt að lýsa sögunni. Myndin er margar sögur sem lenda saman. Aðalpersónan Gabríel (Atli Óskar Fjalarson) er í efa með kynhneigð sína eftir að hann kyssir Markús (Haraldur Ari Stefánsson). Á sama tíma eru vinkonur hans að glíma við foreldra og stráka. Áfengi er sterkt þema í myndinni. Það er ekki skrítið þar sem unglingadrykkja er algeng. Dramatík er einkennandi þökk sé því. Böll og partí eru þess vegna helstu hápunktar myndarinnar. Þau atriði eru vel heppnuð og raunsæ. Að sjálfsögðu fylgir hinn alræmdi „þynnkumatur“ meðferðis. Þetta er allt gaman að sjá í kvikmynd.
Myndin hefur tvo galla. Þeir eru byrjunin og endirinn. Hún var lengi að byrja en það er ekki alltaf galli. Atli Óskar Fjalarson og Haraldur Ari Stefánsson eru eitthvað slakir í byrjun og samband þeirra ekki trúverðugt. Þess vegna kemur á óvart hvað Órói er góð miðað við þessa byrjun. Hún var svo örlítið of löng og hefði mátt vera um tíu mínútum styttri. Þessi smáatriði eru samt eins og nál í heystakki og skemma ekki neitt. Íslenskar myndir hafa svo eitt vandamál sem er ekki þeim að kenna. Flestir þekkja eða kannast við leikara persónulega. Það getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif sem annars væru ekki til staðar. Þess vegna er erfitt að vera hlutlaus.
Unglingar skulda þessari mynd áhorf. Aðrir aldurshópar ættu að skella sér líka. Hún uppfyllir allar helstu þarfirnar sem við höfum hvað varðar drama, spennu og kímni. Það vantaði ferska íslenska kvikmynd og Órói kemur til bjargar.
9/10 J.P.H
Órói lýsir sér með tiltlinum. Kvikmyndin er ilmandi súpa bragðbætt með vandamálum unglinga. Þau helstu eru foreldrar, kynlíf og sambönd. Leikstjórinn Baldin Z leikur sér að gefa gömlu klisjunum nýtt líf og hann gerir það vel. Helsta vopnið hans er raunsæið í handriti Ingibjargar Reynisdóttur. Hún skrifaði líka bækurnar sem myndin er byggð á. Hæfni ungu leikaranna skemmir svo ekki fyrir en flestir koma skemmtilega á óvart. Að þessu sinni er útkoman með betri íslensku kvikmyndum í langan tíma.
Það er erfitt að lýsa sögunni. Myndin er margar sögur sem lenda saman. Aðalpersónan Gabríel (Atli Óskar Fjalarson) er í efa með kynhneigð sína eftir að hann kyssir Markús (Haraldur Ari Stefánsson). Á sama tíma eru vinkonur hans að glíma við foreldra og stráka. Áfengi er sterkt þema í myndinni. Það er ekki skrítið þar sem unglingadrykkja er algeng. Dramatík er einkennandi þökk sé því. Böll og partí eru þess vegna helstu hápunktar myndarinnar. Þau atriði eru vel heppnuð og raunsæ. Að sjálfsögðu fylgir hinn alræmdi „þynnkumatur“ meðferðis. Þetta er allt gaman að sjá í kvikmynd.
Myndin hefur tvo galla. Þeir eru byrjunin og endirinn. Hún var lengi að byrja en það er ekki alltaf galli. Atli Óskar Fjalarson og Haraldur Ari Stefánsson eru eitthvað slakir í byrjun og samband þeirra ekki trúverðugt. Þess vegna kemur á óvart hvað Órói er góð miðað við þessa byrjun. Hún var svo örlítið of löng og hefði mátt vera um tíu mínútum styttri. Þessi smáatriði eru samt eins og nál í heystakki og skemma ekki neitt. Íslenskar myndir hafa svo eitt vandamál sem er ekki þeim að kenna. Flestir þekkja eða kannast við leikara persónulega. Það getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif sem annars væru ekki til staðar. Þess vegna er erfitt að vera hlutlaus.
Unglingar skulda þessari mynd áhorf. Aðrir aldurshópar ættu að skella sér líka. Hún uppfyllir allar helstu þarfirnar sem við höfum hvað varðar drama, spennu og kímni. Það vantaði ferska íslenska kvikmynd og Órói kemur til bjargar.
9/10 J.P.H
Loksins Raunsæ Unglingamynd
Órói er nýjung í íslenskri kvikmyndagerð hún er raunsæ unglingamynd en þannig myndir eru sjaldséðar á Íslandi.
Hún segir frá Gabríel og vinum hans og hvernig þau á unglingsaldrinum þurfa að takast á við ástir, kynlíf, áfengi, erfiða foreldra og sorgir lífsins.
Myndin er samt ekki einungis dramatísk, því hún dregur fram raunsæjan íslenskan veruleika sem létt er að hlæja að. Unglingarnir þurfa að takast á við hluti sem þau eru engan veginn tilbúinn í og þurfa þau að svara mjög erfiðum spurningum um sjálfan sig. Myndin segir frá mörgum sögum í einu og nær þannig að sýna marga vinkla á lífi unglina í Reykjavík.
Órói er frábær íslensk mynd og mæli ég með að sem flestir sjái hana, sérstaklega unglinar. Söguþráðurinn er raunverulegur og samskipti fólks líka. Leikararnir standa sig mjög vel miðað við ungan aldur og held ég að maður muni sjá þau öll í myndum í framtíðinni.
Órói er nýjung í íslenskri kvikmyndagerð hún er raunsæ unglingamynd en þannig myndir eru sjaldséðar á Íslandi.
Hún segir frá Gabríel og vinum hans og hvernig þau á unglingsaldrinum þurfa að takast á við ástir, kynlíf, áfengi, erfiða foreldra og sorgir lífsins.
Myndin er samt ekki einungis dramatísk, því hún dregur fram raunsæjan íslenskan veruleika sem létt er að hlæja að. Unglingarnir þurfa að takast á við hluti sem þau eru engan veginn tilbúinn í og þurfa þau að svara mjög erfiðum spurningum um sjálfan sig. Myndin segir frá mörgum sögum í einu og nær þannig að sýna marga vinkla á lífi unglina í Reykjavík.
Órói er frábær íslensk mynd og mæli ég með að sem flestir sjái hana, sérstaklega unglinar. Söguþráðurinn er raunverulegur og samskipti fólks líka. Leikararnir standa sig mjög vel miðað við ungan aldur og held ég að maður muni sjá þau öll í myndum í framtíðinni.
Unglingamynd sem "fattar" unglinga
Það eru víst einhvers konar eðlileg viðbrögð hjá mér þegar ég sest niður til að horfa á íslenska kvikmynd að ég verð þónokkuð skeptískur inn við beinið. Ég auðvitað vonast alltaf eftir góðu og reyni gjarnan að forðast það að dæma eitthvað fyrirfram, en maður nær ómögulega að hrista af sér þessa tilfinningu að eitthvað gæti klikkað eða skilið hroðalegan kjánahroll eftir sig. Reynsla mín hefur a.m.k. kennt mér það og þetta kemur frá einhverjum sem hefur ekki séð fáar íslenskar myndir. Ég ætla m.a.s. að vera kaldur og segja að ég hef ekki ennþá séð innlenda mynd sem ég get kallað meistaraverk eða skylduáhorf. Annars hjálpaði það ekki mikið væntingar mínar gagnvart Óróa að Júlíus nokkur Kemp kom m.a. að framleiðslu hennar, og við skulum bara orða það þannig að sá maður hefur ekki beinlínis framleitt eitthvað gull hér áður fyrr. Ekki svo láta mig byrja á leikstjóraferlinum hans, allt önnur umræða. Hvað niðurstöðuna hérna varðar fer mest allt hrós mitt til leikstjórans Baldvin Z. Þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd og með henni einni tókst honum að gera tvennt sem ég get lofað honum fyrir; bæði það að hafa mótað trúverðuga og vel heppnaða mynd um íslensk ungmenni og líka það að hafa gert innlenda mynd sem greip mig sterkt í dramatíkinni sinni, og það er eitthvað sem ég kalla sjaldséð.
Órói er myndin sem Gemsar (*hin* íslenska unglingamyndin) vildi óska að hún hefði verið. Svo einfalt er það. Það er svo hressandi að sjá loks klakaframleidda mynd sem almennilega nær að tala sama tungumál og unglingar gera, og þá án þess að virka tilgerðarleg eða kjánaleg á meðan. Það eru í mesta lagi tvær til þrjár senur sem virðast vera einum of æfðar eða ónáttúrulegar, en fleiri eru þær ekki. Annars er blákalda raunsæið það sem ræður öllu og vefst það hér utan um sögu sem er ekki aðeins (óvenju) kröftug á tímapunkti heldur líka fyndin og með sálina á sínum stað allan tímann – það er eitt af mörgu sem Gemsar hefði átt að gera en náði því aldrei af sökum þess að framleiðsla hennar var latari en andskotinn. Það skiptir líka akkúrat öllu máli að mynd eins og þessi sé vel leikin, og ég get sagt að hún sé það án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um. Það er eiginlega ónauðsynlegt að pikka út hvern og einn því í rauninni stóðu allir sig frábærlega, bara misjafnt hversu kröfuhörð hlutverk þeirra voru. Í þeirri deild eru það hiklaust þau Atli Óskar Fjalarsson og Hreindís Ylfa Garðarsdóttir sem skildu mest eftir sig. Atli fær það þunga verkefni að vera í burðarhlutverkinu á meðan Hreindís glímir við langerfiðasta karakterinn. Vel gert, krakkar! Og bónusstig hljóta þær sem fóru úr að ofan.
Annars rennur myndin á traustum hraða án þess að detta út í stefnuleysi og inn á milli vekur hún mann duglega með hádramatískum atriðum sem skila sér með rétta högginu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er auðvitað ákveðin röð af senum í seinni hlutanum þar sem allt fer gjörsamlega til fjandans, og niðurstaðan sleppur við það að vera vandræðaleg og verður í staðinn bara helvíti átakanleg. Tónlistin, sem nýtist reyndar hrikalega vel út alla myndina, hjálpar líka rosalega til að ýta undir áhrifin – og auðvitað frammistöður leikara. Það er síðan undarlega fínn skammtur af húmor til staðar og sem betur fer er þetta húmor sem nær til manns í raunsæinu í stað þess að vera einhvers konar runa af kjánaskap og þvinguðum bröndurum sem skipa þér að hlæja (ég hugsa enn til þín, JÓHANNES!). Fókusinn helst líka skarpur á persónur myndarinnar nánast allan tímann, a.m.k. í þeim litlu sub-plottum sem þær fá. Að mínu mati hefði verið þægilegra að lengja myndina aðeins út og leyfa aukapersónum (t.d. þeim sem voru leikin af Birnu Rún, Elías Helga og Maríu Birtu) að gera meira, en Baldvin dettur þó ekki í þá gryfju að gera persónurnar þannig að áhorfandinn ruglar þeim auðveldlega saman. Þær eru furðu einfaldar en flestar mjög fjölbreyttar og allar með eðlileg vandamál sem annaðhvort þú eða einhver sem þú þekkir munt kannast við.
Órói hefur einmitt möguleikann á því að hitta sterkt til þín því það er alls ekki erfitt að setja sig í spor einhvers sem hún fjallar um, og hvort sem þig líkar betur eða verr við það, þá er pottþétt einhver karakter í henni sem þú tengir við, hvort sem sá karakter endurspeglar sjálfan þig, vin þinn eða ættingja (svona er það að búa á litlu landi!). Eina hráefnið sem í rauninni vantar til að gera þessa mynd að geysilega áhugaverðri stúdíu á unglingalífið er einelti. Allt annað virðist vera til staðar; Drykkja, gredda, fordómar, kvíði, viðkvæm leyndarmál, afskiptasemi foreldra, afbrýðissemi ásamt mörgu öðru sem gerir þessa hormónasúpu eðlilega. Annars nær þessi mynd markmiðum sínum mun betur en ég þorði að ímynda mér fyrirfram. Hvað íslenskar myndir varða er hún með þeim betri sem ég hef séð í langan, langan tíma. Hún er bara eitthvað svo einlæg, sönn, kómísk en samt svo bítandi. Það er vont að kalla þetta unglingamynd því meira er hún bara drama (með léttu feel-good ívafi) sem vill svo til að fjallar um unglinga. Í flestum tilfellum bendir orðið unglingamynd til þess að markhópurinn njóti sín á meðan áhorfinu stendur. Ef eitthvað, þá er þessi mynd meira fyrir okkur leiðinlega fullorðna fólkið (ég er samt á mörkunum, enda bara 23 ára). Mæli samt hiklaust með að þið gefið þessari mynd séns, alveg sama hversu gömul þið eruð.
8/10 – Væg átta. Bara því ég er svo nískur og kröfuharður til persónusköpunar.
Og já... Til gaursins sem lék Geira: Djöfull varstu fyndinn!! Langt síðan ég sá seinast svona sannfærandi "leiðinlegan" gaur.
Það eru víst einhvers konar eðlileg viðbrögð hjá mér þegar ég sest niður til að horfa á íslenska kvikmynd að ég verð þónokkuð skeptískur inn við beinið. Ég auðvitað vonast alltaf eftir góðu og reyni gjarnan að forðast það að dæma eitthvað fyrirfram, en maður nær ómögulega að hrista af sér þessa tilfinningu að eitthvað gæti klikkað eða skilið hroðalegan kjánahroll eftir sig. Reynsla mín hefur a.m.k. kennt mér það og þetta kemur frá einhverjum sem hefur ekki séð fáar íslenskar myndir. Ég ætla m.a.s. að vera kaldur og segja að ég hef ekki ennþá séð innlenda mynd sem ég get kallað meistaraverk eða skylduáhorf. Annars hjálpaði það ekki mikið væntingar mínar gagnvart Óróa að Júlíus nokkur Kemp kom m.a. að framleiðslu hennar, og við skulum bara orða það þannig að sá maður hefur ekki beinlínis framleitt eitthvað gull hér áður fyrr. Ekki svo láta mig byrja á leikstjóraferlinum hans, allt önnur umræða. Hvað niðurstöðuna hérna varðar fer mest allt hrós mitt til leikstjórans Baldvin Z. Þetta er fyrsta myndin hans í fullri lengd og með henni einni tókst honum að gera tvennt sem ég get lofað honum fyrir; bæði það að hafa mótað trúverðuga og vel heppnaða mynd um íslensk ungmenni og líka það að hafa gert innlenda mynd sem greip mig sterkt í dramatíkinni sinni, og það er eitthvað sem ég kalla sjaldséð.
Órói er myndin sem Gemsar (*hin* íslenska unglingamyndin) vildi óska að hún hefði verið. Svo einfalt er það. Það er svo hressandi að sjá loks klakaframleidda mynd sem almennilega nær að tala sama tungumál og unglingar gera, og þá án þess að virka tilgerðarleg eða kjánaleg á meðan. Það eru í mesta lagi tvær til þrjár senur sem virðast vera einum of æfðar eða ónáttúrulegar, en fleiri eru þær ekki. Annars er blákalda raunsæið það sem ræður öllu og vefst það hér utan um sögu sem er ekki aðeins (óvenju) kröftug á tímapunkti heldur líka fyndin og með sálina á sínum stað allan tímann – það er eitt af mörgu sem Gemsar hefði átt að gera en náði því aldrei af sökum þess að framleiðsla hennar var latari en andskotinn. Það skiptir líka akkúrat öllu máli að mynd eins og þessi sé vel leikin, og ég get sagt að hún sé það án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um. Það er eiginlega ónauðsynlegt að pikka út hvern og einn því í rauninni stóðu allir sig frábærlega, bara misjafnt hversu kröfuhörð hlutverk þeirra voru. Í þeirri deild eru það hiklaust þau Atli Óskar Fjalarsson og Hreindís Ylfa Garðarsdóttir sem skildu mest eftir sig. Atli fær það þunga verkefni að vera í burðarhlutverkinu á meðan Hreindís glímir við langerfiðasta karakterinn. Vel gert, krakkar! Og bónusstig hljóta þær sem fóru úr að ofan.
Annars rennur myndin á traustum hraða án þess að detta út í stefnuleysi og inn á milli vekur hún mann duglega með hádramatískum atriðum sem skila sér með rétta högginu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er auðvitað ákveðin röð af senum í seinni hlutanum þar sem allt fer gjörsamlega til fjandans, og niðurstaðan sleppur við það að vera vandræðaleg og verður í staðinn bara helvíti átakanleg. Tónlistin, sem nýtist reyndar hrikalega vel út alla myndina, hjálpar líka rosalega til að ýta undir áhrifin – og auðvitað frammistöður leikara. Það er síðan undarlega fínn skammtur af húmor til staðar og sem betur fer er þetta húmor sem nær til manns í raunsæinu í stað þess að vera einhvers konar runa af kjánaskap og þvinguðum bröndurum sem skipa þér að hlæja (ég hugsa enn til þín, JÓHANNES!). Fókusinn helst líka skarpur á persónur myndarinnar nánast allan tímann, a.m.k. í þeim litlu sub-plottum sem þær fá. Að mínu mati hefði verið þægilegra að lengja myndina aðeins út og leyfa aukapersónum (t.d. þeim sem voru leikin af Birnu Rún, Elías Helga og Maríu Birtu) að gera meira, en Baldvin dettur þó ekki í þá gryfju að gera persónurnar þannig að áhorfandinn ruglar þeim auðveldlega saman. Þær eru furðu einfaldar en flestar mjög fjölbreyttar og allar með eðlileg vandamál sem annaðhvort þú eða einhver sem þú þekkir munt kannast við.
Órói hefur einmitt möguleikann á því að hitta sterkt til þín því það er alls ekki erfitt að setja sig í spor einhvers sem hún fjallar um, og hvort sem þig líkar betur eða verr við það, þá er pottþétt einhver karakter í henni sem þú tengir við, hvort sem sá karakter endurspeglar sjálfan þig, vin þinn eða ættingja (svona er það að búa á litlu landi!). Eina hráefnið sem í rauninni vantar til að gera þessa mynd að geysilega áhugaverðri stúdíu á unglingalífið er einelti. Allt annað virðist vera til staðar; Drykkja, gredda, fordómar, kvíði, viðkvæm leyndarmál, afskiptasemi foreldra, afbrýðissemi ásamt mörgu öðru sem gerir þessa hormónasúpu eðlilega. Annars nær þessi mynd markmiðum sínum mun betur en ég þorði að ímynda mér fyrirfram. Hvað íslenskar myndir varða er hún með þeim betri sem ég hef séð í langan, langan tíma. Hún er bara eitthvað svo einlæg, sönn, kómísk en samt svo bítandi. Það er vont að kalla þetta unglingamynd því meira er hún bara drama (með léttu feel-good ívafi) sem vill svo til að fjallar um unglinga. Í flestum tilfellum bendir orðið unglingamynd til þess að markhópurinn njóti sín á meðan áhorfinu stendur. Ef eitthvað, þá er þessi mynd meira fyrir okkur leiðinlega fullorðna fólkið (ég er samt á mörkunum, enda bara 23 ára). Mæli samt hiklaust með að þið gefið þessari mynd séns, alveg sama hversu gömul þið eruð.
8/10 – Væg átta. Bara því ég er svo nískur og kröfuharður til persónusköpunar.
Og já... Til gaursins sem lék Geira: Djöfull varstu fyndinn!! Langt síðan ég sá seinast svona sannfærandi "leiðinlegan" gaur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Kvikmyndafélag Íslands
Kostaði
$2.000.000
Vefsíða:
www.facebook.com/oroifilm?ref=ts
Frumsýnd á Íslandi:
15. október 2010
Útgefin:
13. október 2011