Sherlock Holmes: A Game of Shadows er væntanleg á milli jóla og nýárs, og virðast Warner Brothers hafa fulla trú á myndinni, því þeir hafa þegar hafist handa við þriðju myndina. En þessi mynd, líkt og hin fyrri, fylgir ævintýrum Holmes (Robert Downey Jr.) og Watson (Jude Law), og í þetta skiptið mæta þeir hinum rómaða erkióvini þeirra, Professor Moriarty (Jared Harris). Auk hans bætast við leikhópinn Noomi Rapace sem dularfull sígaunakona og Stephen Fry sem Mycroft eldri bróðir Holmes. Plottið hljómar eitthvað á þá leið að krónprins Austurríkis finnst dauður, og lögreglurannsókn bendir til þess að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. En Sherlock Holmes sér að prinsinn hafi verið myrtur – og morðið sé aðeins eitt brot af miklu hættulegra glæpaplani.
Hér er myndband þar sem aðeins er sýnt efni úr myndinni, og svo nokkur brot úr „behind the scenes“ viðtölum. Guy Ritchie leikstjóri myndarinnar, er m.a. ekkert að fela tilgang myndarinnar: „We wanted to give more of what we gave you last time“ segir hann. Kíkið á þetta: