Sherlock Holmes: A Game of Shadows
2011
(Sherlock Holmes 2)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 30. desember 2011
129 MÍNEnska
59% Critics
77% Audience
48
/100 Þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn kemst Lestrad
lögregluforingi að þeirri niðurstöðu við vettvangsrannsókn
að hann hafi framið sjálfsmorð.
Þessu er Sherlock Holmes ekki sammála og telur að ekki
bara hafi prinsinn verið myrtur heldur sé morðið á honum
brot af miklu stærra og alvarlegra máli.
Með því að fylgja vísbendingum sem hann finnur... Lesa meira
Þegar austurríski krónprinsinn finnst látinn kemst Lestrad
lögregluforingi að þeirri niðurstöðu við vettvangsrannsókn
að hann hafi framið sjálfsmorð.
Þessu er Sherlock Holmes ekki sammála og telur að ekki
bara hafi prinsinn verið myrtur heldur sé morðið á honum
brot af miklu stærra og alvarlegra máli.
Með því að fylgja vísbendingum sem hann finnur á morðstaðnum
endar Sherlock á klúbbi einum þar sem hann hittir
bæði bróður sinn (Stephen Fry) og spákonuna Sim. Sherlock
grunar strax að Sim sé hlekkur í morðmálinu og sannar það
þegar honum tekst að bjarga henni frá bráðum bana.
Þar með verður honum líka ljóst að á bak við glæpinn er
enginn annar en hinn illi prófessor Moriarty. Þann fant verður
Sherlock að stöðva hvað sem það kostar en vandamálið er
að Moriarty er alltaf einu skrefi á undan. Þar með er hafin
æsileg og gríðarlega viðburðarík atburðarás við hæfi allra
sem kunna að meta kraftmiklar myndir með húmor og hasar.... minna