Nýtt myndband um Kurteist fólk

Nýtt myndband sem fjallar um gerð íslensku bíómyndarinnar Kurteist fólk, með Stefáni Karli Stefánssyni í aðalhlutverkinu, er komið hér inn á kvikmyndir.is.
Ásamt því sem rætt er við Stefán Karl í gegnum Skype myndsímann, en hann býr í Los Angeles, þá er í myndbandinu rætt við leikstjórann, Ólaf Jóhannesson, og nokkra af leikurum myndarinnar, þar á meðal Ágústu Evu Erlendsdóttur, Eggert Þorleifsson og Benedikt Erlingsson, og litast um á tökustöðum.

Myndbandið, sem er tæpar 15 mínútur að lengd, er aðgengilegt undir vídeóspilaranum á forsíðu kvikmyndir.is eða hér á undirsíðu myndarinnar.