Nýtt í bíó – Ég man þig

Íslenska hrollvekjan Ég man þig, sem byggð er á vinsælli skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 5. maí, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.


Myndin fjallar um ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur og fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist sem hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei …

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn: Óskar Thór Axelsson

Leikarar: Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Handrit myndarinnar er eftir leikstjórann Óskar Þór Axelsson og Ottó Geir Borg og fóru tökur fram að mestu þar sem sagan gerist, þ.e. á eyðistaðnum Hesteyri í Jökulfjörðum, á Ísafirði og í Grindavík.

– Aðalframleiðendur Ég man þig eru þeir Skúli Fr. Malmquist, Sigurjón Sighvatsson og Þór Sigurjónsson fyrir Zik Zak-kvikmyndir og er myndin sú dýrasta sem fyrirtækið hefur framleitt til þessa.