Nýr vestri frá Tommy Lee Jones

Tommy Lee Jones leikstýrir og leikur aðalhlutverkið ásamt Hilary Swank í nýjum vestra sem ber heitið The Homesman.

Jones leikstýrði síðast vestra árið 2005, The Three Burials of Melquiades Estrada, og er nú reiðubúinn að setja upp hattinn og klæðast kúrekastígvélunum á nýjan leik.

the_homesman_3-620x413

Myndin fjallar um mann sem er við það að verða hengdur þegar kona bjargar lífi hans, þó með einu skilyrði. Maðurinn þarf að hjálpa henni að koma þrem konum, sem hafa misst vitið, frá Nebraska til I’Iowa. Hindranirnar eru margar í villta vestrinu og á leið þeirra mæta þau m.a. indjánum og þjófum.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Hailee Steinfeld, Meryl Streep, Tim Blake Nelson, James Spader, William Fichtner og Jesse Plemons.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.