Nýr Jack Ryan er fæddur

Office leikarinn John Krasinski, er á leið aftur á sjónvarpsskjáinn og nú í hlutverki Jack Ryan, í nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir verða á myndveitu Amazon vefjarsins.

Nokkrar bíómyndir hafa verið gerðar eftir sögum spennusagnarithöfundarins Tom Clancy í gegnum tíðina, þar sem Jack Ryan er aðalpersóna, myndir eins og Jack Ryan: Shadow Recruit, með Chris Pine í hlutverkinu, The Sum of All Fears með Ben Affleck í hlutverkinu, The Hunt for Red October með Alec Baldwin í hlutverkinu og svo Clear and Present Danger með Harrison Ford í hlutverkinu.

ryan

Í nýju þáttunum verður fjallað um Ryan sem ungan og upprennandi greinanda í leyniþjónustunni, sem er skyndilega ýtt út í djúpu laugina í sitt fyrsta verkefni. Þættirnir verða ekki byggðir á neinni einni ákveðinni sögu eftir Clancy.

Deadline segir frá því að Jack Ryan bíómyndirnar hafi gengið vel í miðasölunni, og þénað samtals meira en einn milljarð Bandaríkjadala um heim allan.

Síðasta mynd, Jack Ryan: Shadow Recruit, þénaði 50 milljónir dala í Bandaríkjunum og 85 milljónir utan Bandaríkjanna.

Nýju þættirnir verða 10 talsins og verða frumsýndir á Amazon Prime Video á næsta ári.