Nýr Hellboy frumsýndur

Eftir miklar vangaveltur um leikara og fleira í nýju Hellboy myndinni síðustu misseri, þá er nú loksins búið að frumsýna aðalleikarann David Harbour í Hellboy gervi sínu.

Ljósmyndin var frumsýnd á opinberum twitter reikningi framleiðanda myndarinnar, og satt að segja er ekki hægt að segja annað en að hann líti fantavel út!

Tökur standa yfir á myndinni þessa dagana, undir styrkri stjórn leikstjórans Neil Marshall. Kvikmyndin fjallar um það þegar Hellboy og vinir hans etja kappi við illa seiðkonu í hefndarhug, sem Milla Jovovich leikur.
Aðrir helstu leikarar eru Ian McShane, Sasha Lane, Penelope Mitchell og Daniel Dae Kim.

Kíktu á kappann hér fyrir neðan: