Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Hellboy 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. ágúst 2004

From the Dark Side to Our Side

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Djöfulleg vera, uppgötvuð af ungum prófessor, er alin upp sem nokkurs konar ofurhetja sem verndar heiminn gegn illsku. Á lokadögum seinni heimsstyrjaldarinnar þá reyna Nasistar að nota svarta galdur til að ná fram markmiðum sínum. Bandamenn ráðast inn á staðinn þar sem galdraathöfnin fer fram, en áður en það gerist ná Nasistar að særa fram einn djöful... Lesa meira

Djöfulleg vera, uppgötvuð af ungum prófessor, er alin upp sem nokkurs konar ofurhetja sem verndar heiminn gegn illsku. Á lokadögum seinni heimsstyrjaldarinnar þá reyna Nasistar að nota svarta galdur til að ná fram markmiðum sínum. Bandamenn ráðast inn á staðinn þar sem galdraathöfnin fer fram, en áður en það gerist ná Nasistar að særa fram einn djöful - Hellboy. Hellboy slæst í lið með bandamönnum og vex og dafnar og nær fullorðinsaldri, og einbeitir sér að því að vinna góðverk í stað illvirkja.... minna

Aðalleikarar


Hellboy er geðveikt góð mynd. Eftir að hafa lesið sögurnar og svo sjá myndina, verð ég að segja að Guillermo Del Toro nái að gera meiriháttar mynd úr þessum sögum. Guillermo og Mike Mignola skapa sem raunverulegast umhverfi fyrir heim Hellboy og sér maður að þeir vildu gera umhverfið í myndinni eins líkt og í bókunum og er það flott og drungalegt umhverfi. Svo er myndataka, sviðsmynd og tæknibrellurnar rosalega vel gerðar. Handrit Guillermos er vel skrifað og sér maður að hann unni sögunum vel. Svo hefur myndin mjög skemmtilegar persónur. Ron Perlman er fullkominn sem Hellboy. Hann er meiriháttar fyndinn og kemur með rétta persónuleikann sem einkennir Hellboy. Svo er John Hurt góður sem Trevor Broom og einnig Karel Roden sem Raspútin. Svo er gaman að persónum eins og Abe Sapien og Karl Kronen sem er örugglega svalasta persóna myndarinnar og virkar töff með þessi sverð sem vopn. Húmor myndarinnar er mjög góður og skilar Ron honum vel frá sér. Einnig fannst mér ástarsagan milli Hellboy og Liz vera góð og soldið átakanleg, að parti. Lokaniðurstaða: Hellboy er meiriháttar mynd sem ég mæli með öllum unnendum comic book mynda að sjá. 3 og hálf í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vissi nánast ekkert um hetjuna Hellboy en hún kom mjög á óvart. Ég veit ekki alveg hvort þetta hafi verið Marvel mynd en það held ég. Hellboy er mjög góð mynd með góðan húmor og mikla spennu. Ég mæli mikið með þessari mynd, kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst Hellboy mjög skemmtileg ég fór á hana með nokkrum vinum mínum(sem gerðist langt síðan). En satt að segja vissi ég ekkert neitt um hetjuna Hellboy en ég var stórhrifinn af henni. Selma Blair leikur einhverja stelpu sem ég man ekki hvað hún hét en hún hafði einhvern mátt að ef hún er reið þá kemur upp svona blár eldur og hún springur. Ron Perlman talar fyrir Hellboy sem mér finnst hann passa mjög mikið við persónuna.Ég mæli mikið með þessai mynd ég gef henni þrjár og hálfa stjörnur kíkið á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa séð þessa mynd var fyrsta hugsunin vonbrigði. Hér er ekkert fylgt eftir þeim blöðum sem myndin er eftir. Það vantar alla þá dulúð og hroll sem finnst í blöðunum. Myndin er í raun bara enn einn Hollywood hasar með rauðum manni með risa stórann handlegg í aðalhlutverki.

Þó svo að myndasögurnar fela einnig í sér heimsbjörgun þá er það ekki eins yfirþyrmandi og í myndinni.

Ástarsambönd og sorgir eiga ekki heima í svona myndum. Því miður þá er þetta bara svona og ekkert hægt að gera í því.

Góðir búningar og frábærar brellur svo ein stjarna, annars er það ekkert annað en aðrar myndir hafa nú í dag...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vissi nánast ekki neitt um Hellboy-hetjuna þegar ég horfði á þessa mynd en hún er sennilega ein af þeim skemmtilegri í bransanum (bæði hetjan og myndin).

Myndin er ekki jafn góð og t.d. Spider-Man myndirnar og hún er sem betur fer ekki jafn léleg og t.d. Daredevil.

Fyrir minn part flokkast hún með X-men myndunum sem vel heppnuð ofurhetjumynd sem er í lagi að gera framhald af.

Ron Perlman er tilvalinn í aðalhlutverkið og one-linerar hans og túlkun á persónunni eru mjög skemmtileg og gera myndina að því sem hún er. Ég hlakka til að sjá hvernig tvíeykinu Ron og Guillermo tekst til með framhaldið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2023

Orðinn stórstjarna 48 ára gamall

Stranger Things stjarnan David Harbour sem fer með eitt aðalhlutverkanna í kappakstursmyndinni Gran Turismo sem kom í bíó í síðustu viku, er að segja má seinþroska leikari í þeim skilningi að hinar miklu vinsældir ...

15.04.2020

Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína

Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þr...

17.03.2020

Cats formlega í skammarkróknum - Eddie Murphy fær uppreisn æru

Um helgina átti að fara fram fertugasta afhending svokölluðu Razzie-verðlaunanna (e. Golden Raspberry Awards) en samkomubann víða um heim og almennar ráðstafanir vegna kórónaveirunnar komu í veg fyrir herlegheitin þar í kring. Eins og...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn