Ný Watchmen myndbönd!

Gefn hafa verið út þónokkur svokölluð ,,viral“ kynningarmyndbönd fyrir eina af stærri myndum ársins 2009, en hún ber nafnið Watchmen og er gerð eftir samnefndri myndasögu sem er talin vera ein sú virtasta í heiminum.

Nýjasta myndbandið nefnist The Keene Act and You, en The Keene Act skiptir höfuðmáli í myndinni. Myndbandið segir frá hættunum sem fylgja grímuklæddum hetjum – og hvernig The Keene Act bannar það að óbreyttir borgarar taki lögin í sínar hendur! Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Í síðustu viku var annað myndband kynnt, en það ber nafnið Dr. Manhattan og sýnir fréttaþátt kynna Dr. Manhattan fyrir áhorfendum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Watchmen kemur í bíó á Íslandi þann 13.mars næstkomandi!

Við minnum einnig á að á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is má sjá töluvert magn af aukaefni

Tengdar fréttir

3.2.2009          Tvö ný Watchmen plaköt!

29.1.2009         Nýtt Watchmen plakat!