Ný stikla úr Guardians of the Galaxy

Ný stikla úr ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy var opinberuð á veraldarvefnum í dag.

Með aðalhlutverkin fara Zoe Saldana sem Gamora og Chris Pratt sem Star-Lord. Þeir Bradley Cooper, Dave Bautista og Vin Diesel tala svo allir fyrir persónur í myndinni.

guardians

Í Guardians of the Galaxy sameinast hópur ofurhetja gegn utanaðkomandi ógn. Drax the Destroyer, tréð Groot, Star-Lord, Rocket Racoon og Gamora mynda Guardians-teymið og öll berjast þau gegn óþverrum vetrarbrautarinnar.

James Gunn leikstýrir myndinni og er áætlað að frumsýna hana þann 1. ágúst næstkomandi.

Hér að neðan má sjá stikluna.