Ný ljósmynd af Batman-settinu (Spoiler)


Christopher Nolan virðist heldur betur ætla að ljúka þessum Batman-þríleik sínum með algjörum stæl enda er löngu vita að hvorki hann né Christian Bale snúi aftur. Auk þess er klárt mál að þessari seríu lýkur með The Dark Knight Rises.

Það styttist í fyrsta almennilega sýnishornið en smám saman hafa verið að týnast inn skemmtilegar ljósmyndir af settinu, og þótt tökum sé núna lokið er ólíklegt að það hætti á næstunni.

Nýjasta ljósmyndin sýnir skikkjuklæddu hetjuna okkar í því sem lítur út fyrir að vera þyrlan hans (sem er að sjálfsögðu í sama stíl og Tumbler-bíllinn sem og blökuhjólið). Sagt er að hreyflarnir verða bættir inn í eftirvinnlu.