Nolan og Snyder tjá sig um Justice League

Frumsýning Man of Steel er handan við hornið og þá munu eflaust margir spyrja leikstjórann Zack Snyder og framleiðandann Christopher Nolan hvað sé næst á dagskrá.

Það hafa verið margar vangaveltur hvort félagarnir muni gera ofurhetjumyndina Justice League, með Superman og Batman í fararbroddi og ef Man of Steel verður vinsæl, þá þykir líklegt að allir séu reiðubúnir í það ævintýri.

 

MAN OF STEEL

Nolan og Snyder voru fengnir til þess að svara hvort það yrði gerð mynd um Justice League og þetta höfðu þeir að segja.

„Ofurhetjur Dc Comics passa inn í þann heim sem ég hef búið til. Í mínum huga, þá höfum við hinn frábæra Superman og það er ekki vitlaust að bæta við fleirum. Það er ekki til mynd um Justice League og ef hún verður gerð þá veit ég ekki hvort ég verði fengin til að gera hana. Það eina sem ég veit er að allar dyr eru opnar hjá Warner Bros varðandi gerð Justice League og við skulum bara bíða og sjá.“ – Zack Snyder.

„Það sem ég hef viljað gera með Man of Steel er að barnið mitt fari á myndina og að myndin kveikji á ímyndunaraflinu hans og að hann verði fyrir einhverjum áhrifum. Að hann verði fyrir sömu áhrifum og ég varð fyrir þegar ég horfði á Superman sem lítill strákur.  Þetta er það sem heldur mér gangandi, þetta er það sem lætur mig vilja gera myndir af þessu tagi.“ – Christopher Nolan.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist með Man of Steel og ef að Justice League verður gerð, þá er líklegt að það verði fyrst gerð mynd aðeins með Batman og Superman eftir sögunum „World’s Finest“ og svo yrði farið í stóra Justice League mynd með fleiri ofurhetjum.