No Homo valin besta íslenska stuttmyndin

Stuttmyndin No Homo var valin besta íslenska stuttmyndin á lokahófi stuttmynda- og heimildamyndahátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs sem fór fram í kvöld. Besta heimildarmynd nýliða var valin World Not Ours.

shorts_docs

No Homo er eftir Guðna Líndal Benediktsson og er 16 mínútna löng. Eins og segir í kynningarbæklingi hátíðarinnar þá  …. getur ein setning breytt öllu. Myndin fjallar um Arnar sem reynir að sætta sig við að vinur sinn er samkynhneigður. Myndin er um vináttu, sátt, og gagnkynhneigða menn sem eiga erfitt með að sætta sig við óvæntar fréttir.

World Not Ours er eftir Mahdi Fleifel og er 93 mínútur að lengd. Myndin er innileg, og oft skopleg, lýsing á þremur kynslóðum flóttamanna í Ein el-Helweh flóttamannabúðunum í suður Líbanon. Myndin er uppbyggð á vídeóefni úr einkasöfnum, og sögulegum myndum. Myndin er nærgætin og lýsandi rannsókn á vináttu, og fjölskyldulífi þar sem eignaleysi og eignasvipting er daglegt brauð, en fólk þráir bara að geta lifað venjulegu lífi.

Átta íslenskar stuttmyndir kepptu um verðlaunin, GoPro HD Hero myndavél frá GoIce.

Í dómnefnd sátu Marcin Lucaj, dagskrárstjóri Shortwaves Festival, Póllandi, Silje Glimsdal, sölufulltrúi hjá Trust Nordisk, Danmörku og Alexander Stein, stjórnandi og dagskrárstjóri Interfilm International Short Film Festival Berlín, Þýskalandi.

Sérstök dómnefndarverðlaun hlaut Valdimar Jóhannesson fyrir mynd sína Dögun.

Mahdi Fleifel fékk í verðlaun Canon 6D myndavél frá Canon/Nýherja.

Alls kepptu sex myndir um heimildarmyndaverðlaunin, en dómnefnd skipuðu þau Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, Vera Sölvadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV og kvikmyndagerðarkona og Haukur Viðar Alfreðsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Vísi og Fréttablaðinu.

 

No Homo valin besta íslenska stuttmyndin

Stuttmyndin No Homo var valin besta íslenska stuttmyndin á lokahófi stuttmynda- og heimildamyndahátíðarinnar Reykjavík Shorts & Docs sem fór fram í kvöld. Besta heimildarmynd nýliða var valin World Not Ours.

shorts_docs

No Homo er eftir Guðna Líndal Benediktsson og er 16 mínútna löng. Eins og segir í kynningarbæklingi hátíðarinnar þá  …. getur ein setning breytt öllu. Myndin fjallar um Arnar sem reynir að sætta sig við að vinur sinn er samkynhneigður. Myndin er um vináttu, sátt, og gagnkynhneigða menn sem eiga erfitt með að sætta sig við óvæntar fréttir.

World Not Ours er eftir Mahdi Fleifel og er 93 mínútur að lengd. Myndin er innileg, og oft skopleg, lýsing á þremur kynslóðum flóttamanna í Ein el-Helweh flóttamannabúðunum í suður Líbanon. Myndin er uppbyggð á vídeóefni úr einkasöfnum, og sögulegum myndum. Myndin er nærgætin og lýsandi rannsókn á vináttu, og fjölskyldulífi þar sem eignaleysi og eignasvipting er daglegt brauð, en fólk þráir bara að geta lifað venjulegu lífi.

Átta íslenskar stuttmyndir kepptu um verðlaunin, GoPro HD Hero myndavél frá GoIce.

Í dómnefnd sátu Marcin Lucaj, dagskrárstjóri Shortwaves Festival, Póllandi, Silje Glimsdal, sölufulltrúi hjá Trust Nordisk, Danmörku og Alexander Stein, stjórnandi og dagskrárstjóri Interfilm International Short Film Festival Berlín, Þýskalandi.

Sérstök dómnefndarverðlaun hlaut Valdimar Jóhannesson fyrir mynd sína Dögun.

Mahdi Fleifel fékk í verðlaun Canon 6D myndavél frá Canon/Nýherja.

Alls kepptu sex myndir um heimildarmyndaverðlaunin, en dómnefnd skipuðu þau Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, Vera Sölvadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV og kvikmyndagerðarkona og Haukur Viðar Alfreðsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Vísi og Fréttablaðinu.