Næsta mynd Wes Anderson

sem gerði m.a. Rushmore og The Royal Tenenbaums nefnist The Life Aquatic. Með aðalhlutverk í myndinni munu fara Cate Blanchett, Bill Murray, Anjelica Houston, Owen Wilson, Jeff Goldblum og Willem Dafoe. Myndin fjallar um haffræðing einn sem fer ásamt áhöfn að leita að goðsagnakenndum hákarli. Inn á milli verða teiknaðar senur og verður þeim leikstýrt af Henry Selick sem leikstýrði einmitt ofursnilldinni The Nightmare Before Christmas.