Myrkrari og ósagður Köngulóarmaður

Loksins hefur fyrsta plakatið fyrir endurkomu Köngulóarmannsins í leikstjórn Marc Webb litið dagsins ljós, en það veldur klárlega ekki vonbrygðum. Fyrir þá sem ekki vita er nýja myndin, The Amazing Spider-Man, í leikstjórn Marc Webb og skartar hinn efnilega Andrew Garfield í titilhlutverki myndarinnar. Fyrsta plakat myndarinnar var birt á SuperHeroHype fyrir stuttu eins og sést hér fyrir neðan:

Plakatið virðist staðfesta það sem fyrsta stikla myndarinnar gaf í skyn, að hér á ferð sé myrkari og alvarlegri köngulóarmaður á ferð. Hingað til hefur myndin ekki fengið sérstakleg hlýjar viðtökur í ljósi þess hve fljótir framleiðendurnir voru að endurhanna seríunna, bíóbrotð vakti ekki mikla hylli og hönnunin á Eðlunni hefur verið ansi umdeild. Þó hljóta flestir að vera sammála að hér sé fjári töff plakat á ferð og smekklega hannað.

Endurhannaða serían hefst í júlí á næsta ári og hefur seinni myndin nú þegar fengið dagsetningu fyrir árið 2014 þó langt sé í frumsýningu þeirrar fyrstu.