Kristnihald undir jökli er fyrsta kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur gerð eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Hún fjallar um "Umba", umboðsmann biskups, sem er sendur til að heimsækja séra Jón Prímus á Snæfellsnesi vegna kvartana sem borist hafa vegna hans.