Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er besta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð og er ógéðslega fyndin sem ég mæli með og ég mæli með öllum framhaldsmyndunum nema National Lampoons Vegas Vacation. Allir eiga að sjá þessa.
Sprenghlægileg mynd, frá þeim tíma sem Chevy Chase var sem fyndnastur, svona fyrir utan Saturday Night Live - tímabilið. Hann fer hér með hlutverk hins ömurlega fjölskylduföður Clark Griswald, sem ætlar nú sérdeilis að bjóða familíunni uppá fyrsta flokks sumarfrí. Hins vegar er hann svo illilega mikill bjöllusauður og fáviti að ekkert gengur sem skildi, auk þess sem grái fiðringurinn gerir heldur betur vart við sig þegar þokkadís ein, leikin af hinni íðilfögru Christine Brinkley, skýtur upp kollinum. Feykifyndin mynd, eins og serían öll.
Ógeðslega fyndin og skemmtileg mynd um fjölskylduföður sem vill alltaf vel en tekst alltaf að klúðra málunum á vægast sagt bráðfyndinn hátt. Christmas vacation er samt langbest, svo Las Vegas vacation.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$61.399.552
Aldur USA:
R