Vacation
1983
(National Lampoon's Vacation)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Every summer Chevy Chase takes his family on a little trip. This year he went too far.
98 MÍNEnska
93% Critics
85% Audience
55
/100 Griswold fjölskyldan, faðirinn Clark W., eiginkonan Ellen, dóttirin Audrey og sonurinn Rusty, fara af stað í ferðalag full eftirvæntingar og ætla að aka þvert yfir Bandaríkin frá Chicago og enda í hinum stórkostlega skemmtigarði Walley World á vesturströnd Bandaríkjanna. Ferðin, sem Clark hafði skipulagt afar nákvæmlega, byrjar fljótlega að fara úr böndunum.... Lesa meira
Griswold fjölskyldan, faðirinn Clark W., eiginkonan Ellen, dóttirin Audrey og sonurinn Rusty, fara af stað í ferðalag full eftirvæntingar og ætla að aka þvert yfir Bandaríkin frá Chicago og enda í hinum stórkostlega skemmtigarði Walley World á vesturströnd Bandaríkjanna. Ferðin, sem Clark hafði skipulagt afar nákvæmlega, byrjar fljótlega að fara úr böndunum. Þau hitta hinn síblanka og einfalda frænda Eddie og fjölskyldu hans, sem endar með því að þau þurfa að taka hina elliæru frænku Ednu með til Phoenix. Þau lenda síðan í hverju óhappinu á fætur öðru, og þegar þau loksins koma til Walley World, þá koma þau að lokuðum dyrum því skemmtigarðurinn er lokaður vegna viðhalds. En þar sem Clark hafði lofað fjölskyldunni ógleymanlegri skemmtun þá tekur hann til sinna ráða ...... minna