Náðu í appið
78
Öllum leyfð

Vacation 1983

(National Lampoon's Vacation)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Every summer Chevy Chase takes his family on a little trip. This year he went too far.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Griswold fjölskyldan, faðirinn Clark W., eiginkonan Ellen, dóttirin Audrey og sonurinn Rusty, fara af stað í ferðalag full eftirvæntingar og ætla að aka þvert yfir Bandaríkin frá Chicago og enda í hinum stórkostlega skemmtigarði Walley World á vesturströnd Bandaríkjanna. Ferðin, sem Clark hafði skipulagt afar nákvæmlega, byrjar fljótlega að fara úr böndunum.... Lesa meira

Griswold fjölskyldan, faðirinn Clark W., eiginkonan Ellen, dóttirin Audrey og sonurinn Rusty, fara af stað í ferðalag full eftirvæntingar og ætla að aka þvert yfir Bandaríkin frá Chicago og enda í hinum stórkostlega skemmtigarði Walley World á vesturströnd Bandaríkjanna. Ferðin, sem Clark hafði skipulagt afar nákvæmlega, byrjar fljótlega að fara úr böndunum. Þau hitta hinn síblanka og einfalda frænda Eddie og fjölskyldu hans, sem endar með því að þau þurfa að taka hina elliæru frænku Ednu með til Phoenix. Þau lenda síðan í hverju óhappinu á fætur öðru, og þegar þau loksins koma til Walley World, þá koma þau að lokuðum dyrum því skemmtigarðurinn er lokaður vegna viðhalds. En þar sem Clark hafði lofað fjölskyldunni ógleymanlegri skemmtun þá tekur hann til sinna ráða ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er besta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð og er ógéðslega fyndin sem ég mæli með og ég mæli með öllum framhaldsmyndunum nema National Lampoons Vegas Vacation. Allir eiga að sjá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sprenghlægileg mynd, frá þeim tíma sem Chevy Chase var sem fyndnastur, svona fyrir utan Saturday Night Live - tímabilið. Hann fer hér með hlutverk hins ömurlega fjölskylduföður Clark Griswald, sem ætlar nú sérdeilis að bjóða familíunni uppá fyrsta flokks sumarfrí. Hins vegar er hann svo illilega mikill bjöllusauður og fáviti að ekkert gengur sem skildi, auk þess sem grái fiðringurinn gerir heldur betur vart við sig þegar þokkadís ein, leikin af hinni íðilfögru Christine Brinkley, skýtur upp kollinum. Feykifyndin mynd, eins og serían öll.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógeðslega fyndin og skemmtileg mynd um fjölskylduföður sem vill alltaf vel en tekst alltaf að klúðra málunum á vægast sagt bráðfyndinn hátt. Christmas vacation er samt langbest, svo Las Vegas vacation.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn